Innlent

Ólögleg mótmæli í Tyrklandi

Birta Björnsdóttir skrifar
Hátt í 40 þúsund lögreglumenn tóku þátt í aðgerðum gegn mótmælendum í Istanbul í Tyrklandi í dag. Tayyip Erdogan, forsætisráðherra landsins, hafði áður lagt blátt bann við mótmælum á þessum alþjóðlega baráttudegi verkalýðsins.

Þúsundir virtu þessa tilskipun forsætisráðherrans að vettugi og söfnuðust saman á Taksim-torginu í Istanbul, þar sem fjölmenn mótmæli gegn stjórnvöldum fóru fram regulega síðastliðið sumar.

Einhverjir mótmælenda köstuðu grjóti og eldsprengjum að lögreglumönnunum en talið er að tugir hafi slasast í átökunum.

Háværir mótmælendur

Forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schmidt, þurfti heldur betur á raddstyrk sínum að halda þegar hún hugðist halda ræðu yfir fjölmenninu í Fælledparken í Kaupmannahöfn í tilefni dagsins.

Einhverjir skipulagðir mótmælendur höfðu flautur, ýlur, lúðra og önnur hávaðaskapandi áhöld meðferðis og létu í sér heyra á meðan forsætisráðherrann ávarpaði viðstadda í mótmælaskyni við stjórnvöld í landinu.

Thorning-Schmidt lét þó ekki slá sig út af laginu og kláraði ræðuna, á hæsta raddstyrk.

Andi Fidel Castro sveif yfir vötnum

Og þúsundir Kúbverja marseruðu um byltingartorgið í Havana í tilefni dagsins. Forseti Kúbu, Raul Castro, veifaði til fjöldans en hélt ekki ræðu að þessu sinni.

Þetta var sjötta árið í röð sem Fidel Castro, fyrrum leiðtogi landsins til 49 ára, tók ekki þátt í hátíðahöldunum, en arfleiðar hans var minnst af mótmælendum með sjáanlegum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×