Innlent

Átján ökumenn óku of hratt

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/VILHELM
Brot 18 ökumanna voru mynduð á Kringlumýrarbrautinni í Reykjavík á einni klukkustund í dag. Fylgst var með ökutækjum sem ekið var Kringlumýrarbraut í suðurátt, sunnan við Bústaðabrú. Vöktun lögreglunnar á þessum stað er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu.

Á þessari klukkustund sem lögreglan var við mælingar fóru 695 ökutæki þessa akstursleið og því voru að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar fáir ökumenn sem óku of hratt eða um þrjú prósent þeirra.

Meðalhraði hinna brotlegu var 95 kílómetra hraði en hámarkshraði á þessari leið er 80 kílómetrar. Sa´sem hraðast ók mældist á 108.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×