Klukkan tifar á allsherjarverkfall Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2014 12:01 Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. vísir/daníel Það ræðst í dag eða á morgun hvort allsherjarverkfall verði á öllum flugvöllum landsins. Formaður Félags flugmálastarfsmanna segir samninganefndina ekki hugsa um mögulega lagasetningu á verkfallið sem hefst aðfararnótt miðvikudags að öllu óbreyttu. Hann segir að menn hafi mætt lausnamiðaðir á fund hjá Ríkissáttasemjara í morgun og allt verði gert til að ná samningum. Tími skæruverkfalla er liðinn hjá flugvallarstarfsmönnum og nú tifar klukkan fram að allsherjarverkfalli sem hefst aðfararnótt miðvikudags. Þar með myndi allt flug til og frá landinu stöðvast í ófyrirsjánlega langan tíma, grípi stjórnvöld ekki inn í deiluna. Samninganefndir deiluaðila komu til funda hjá Ríkissátasemjara klukkan tíu í morgun og segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugvallarstarfsmanna, að tíminn verði nýttur til hins ítrasta. „Við nýtum daginn í dag og allan þann tíma sem við eigum fram að þessu boðaða verkfalli okkar. Við ætlum að vera lausnarmiðuð. Við ætlum ekki að hugsa um verkfallið. Við erum að hugsa um að ná samningi og í það fer dagurinn í dag,“ segir Kristján.Þið senduð tilboð og gagntilboð á milli ykkar fyrir helgi. Eru einhver ný tilboð komin í ljós? „Nei, nei. Við erum bara hér í húsi og ætlum að að klára þetta. Við erum að vinna hér undir stjórn sáttasemjara og það er hann sem stýrir gangi mála,“ segir Kristján. Allt verði gert til að leysa kjaradeiluna á næstu tæpu tveimur sólarhringum. Fimm tíma skæruverkföll að undanförnu hafa tafið millilandaflugið og raskað áætlunum flugfélaga með tilheyrandi kostnaði fyrir þau og farþega, en allsherjarverkfallið næst komandi miðvikudag hefði mun alvarlegri afleiðingar í för með sér.Það hefur verið þannig í fortíðinni að verkföll sem þessi í fluginu hafa ekki verið liðin af stjórnvöldum í langan tíma. Finnst ykkur þið vera í skugga þess að það gæti gerst? „Nei, ég ætla ekki að hugsa um hvorki lagasetningar eða neitt annað fyrr en all um þrýtur. Okkar verkefni er að gera kjarasamning og við ætlum að gera það. Ég hef sagt það áður og get sagt það einu sinni enn að lög á svona kjaradeilu mun ekki leysa neitt vandamál. Þau fresta bara vandamálinu. Við mættum lausnarmiðuð hingað í hús í morgun og búin að einsetja okkur það að vinna þetta verkefni. Það þarf tvo til að deilur leysist. Við erum full samningsvilja og ég veit að hin samningsaðilinn er það líka þannig að við skulum sjá hvað þessi dagur ber í skauti sér,“ segir Kristján Jóhannsson. Á meðan fólk sé í húsakynnum Ríkissáttasemjara og tali saman, sé von til þess að samningar náist. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Það ræðst í dag eða á morgun hvort allsherjarverkfall verði á öllum flugvöllum landsins. Formaður Félags flugmálastarfsmanna segir samninganefndina ekki hugsa um mögulega lagasetningu á verkfallið sem hefst aðfararnótt miðvikudags að öllu óbreyttu. Hann segir að menn hafi mætt lausnamiðaðir á fund hjá Ríkissáttasemjara í morgun og allt verði gert til að ná samningum. Tími skæruverkfalla er liðinn hjá flugvallarstarfsmönnum og nú tifar klukkan fram að allsherjarverkfalli sem hefst aðfararnótt miðvikudags. Þar með myndi allt flug til og frá landinu stöðvast í ófyrirsjánlega langan tíma, grípi stjórnvöld ekki inn í deiluna. Samninganefndir deiluaðila komu til funda hjá Ríkissátasemjara klukkan tíu í morgun og segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugvallarstarfsmanna, að tíminn verði nýttur til hins ítrasta. „Við nýtum daginn í dag og allan þann tíma sem við eigum fram að þessu boðaða verkfalli okkar. Við ætlum að vera lausnarmiðuð. Við ætlum ekki að hugsa um verkfallið. Við erum að hugsa um að ná samningi og í það fer dagurinn í dag,“ segir Kristján.Þið senduð tilboð og gagntilboð á milli ykkar fyrir helgi. Eru einhver ný tilboð komin í ljós? „Nei, nei. Við erum bara hér í húsi og ætlum að að klára þetta. Við erum að vinna hér undir stjórn sáttasemjara og það er hann sem stýrir gangi mála,“ segir Kristján. Allt verði gert til að leysa kjaradeiluna á næstu tæpu tveimur sólarhringum. Fimm tíma skæruverkföll að undanförnu hafa tafið millilandaflugið og raskað áætlunum flugfélaga með tilheyrandi kostnaði fyrir þau og farþega, en allsherjarverkfallið næst komandi miðvikudag hefði mun alvarlegri afleiðingar í för með sér.Það hefur verið þannig í fortíðinni að verkföll sem þessi í fluginu hafa ekki verið liðin af stjórnvöldum í langan tíma. Finnst ykkur þið vera í skugga þess að það gæti gerst? „Nei, ég ætla ekki að hugsa um hvorki lagasetningar eða neitt annað fyrr en all um þrýtur. Okkar verkefni er að gera kjarasamning og við ætlum að gera það. Ég hef sagt það áður og get sagt það einu sinni enn að lög á svona kjaradeilu mun ekki leysa neitt vandamál. Þau fresta bara vandamálinu. Við mættum lausnarmiðuð hingað í hús í morgun og búin að einsetja okkur það að vinna þetta verkefni. Það þarf tvo til að deilur leysist. Við erum full samningsvilja og ég veit að hin samningsaðilinn er það líka þannig að við skulum sjá hvað þessi dagur ber í skauti sér,“ segir Kristján Jóhannsson. Á meðan fólk sé í húsakynnum Ríkissáttasemjara og tali saman, sé von til þess að samningar náist.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira