Klukkan tifar á allsherjarverkfall Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2014 12:01 Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. vísir/daníel Það ræðst í dag eða á morgun hvort allsherjarverkfall verði á öllum flugvöllum landsins. Formaður Félags flugmálastarfsmanna segir samninganefndina ekki hugsa um mögulega lagasetningu á verkfallið sem hefst aðfararnótt miðvikudags að öllu óbreyttu. Hann segir að menn hafi mætt lausnamiðaðir á fund hjá Ríkissáttasemjara í morgun og allt verði gert til að ná samningum. Tími skæruverkfalla er liðinn hjá flugvallarstarfsmönnum og nú tifar klukkan fram að allsherjarverkfalli sem hefst aðfararnótt miðvikudags. Þar með myndi allt flug til og frá landinu stöðvast í ófyrirsjánlega langan tíma, grípi stjórnvöld ekki inn í deiluna. Samninganefndir deiluaðila komu til funda hjá Ríkissátasemjara klukkan tíu í morgun og segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugvallarstarfsmanna, að tíminn verði nýttur til hins ítrasta. „Við nýtum daginn í dag og allan þann tíma sem við eigum fram að þessu boðaða verkfalli okkar. Við ætlum að vera lausnarmiðuð. Við ætlum ekki að hugsa um verkfallið. Við erum að hugsa um að ná samningi og í það fer dagurinn í dag,“ segir Kristján.Þið senduð tilboð og gagntilboð á milli ykkar fyrir helgi. Eru einhver ný tilboð komin í ljós? „Nei, nei. Við erum bara hér í húsi og ætlum að að klára þetta. Við erum að vinna hér undir stjórn sáttasemjara og það er hann sem stýrir gangi mála,“ segir Kristján. Allt verði gert til að leysa kjaradeiluna á næstu tæpu tveimur sólarhringum. Fimm tíma skæruverkföll að undanförnu hafa tafið millilandaflugið og raskað áætlunum flugfélaga með tilheyrandi kostnaði fyrir þau og farþega, en allsherjarverkfallið næst komandi miðvikudag hefði mun alvarlegri afleiðingar í för með sér.Það hefur verið þannig í fortíðinni að verkföll sem þessi í fluginu hafa ekki verið liðin af stjórnvöldum í langan tíma. Finnst ykkur þið vera í skugga þess að það gæti gerst? „Nei, ég ætla ekki að hugsa um hvorki lagasetningar eða neitt annað fyrr en all um þrýtur. Okkar verkefni er að gera kjarasamning og við ætlum að gera það. Ég hef sagt það áður og get sagt það einu sinni enn að lög á svona kjaradeilu mun ekki leysa neitt vandamál. Þau fresta bara vandamálinu. Við mættum lausnarmiðuð hingað í hús í morgun og búin að einsetja okkur það að vinna þetta verkefni. Það þarf tvo til að deilur leysist. Við erum full samningsvilja og ég veit að hin samningsaðilinn er það líka þannig að við skulum sjá hvað þessi dagur ber í skauti sér,“ segir Kristján Jóhannsson. Á meðan fólk sé í húsakynnum Ríkissáttasemjara og tali saman, sé von til þess að samningar náist. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Það ræðst í dag eða á morgun hvort allsherjarverkfall verði á öllum flugvöllum landsins. Formaður Félags flugmálastarfsmanna segir samninganefndina ekki hugsa um mögulega lagasetningu á verkfallið sem hefst aðfararnótt miðvikudags að öllu óbreyttu. Hann segir að menn hafi mætt lausnamiðaðir á fund hjá Ríkissáttasemjara í morgun og allt verði gert til að ná samningum. Tími skæruverkfalla er liðinn hjá flugvallarstarfsmönnum og nú tifar klukkan fram að allsherjarverkfalli sem hefst aðfararnótt miðvikudags. Þar með myndi allt flug til og frá landinu stöðvast í ófyrirsjánlega langan tíma, grípi stjórnvöld ekki inn í deiluna. Samninganefndir deiluaðila komu til funda hjá Ríkissátasemjara klukkan tíu í morgun og segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugvallarstarfsmanna, að tíminn verði nýttur til hins ítrasta. „Við nýtum daginn í dag og allan þann tíma sem við eigum fram að þessu boðaða verkfalli okkar. Við ætlum að vera lausnarmiðuð. Við ætlum ekki að hugsa um verkfallið. Við erum að hugsa um að ná samningi og í það fer dagurinn í dag,“ segir Kristján.Þið senduð tilboð og gagntilboð á milli ykkar fyrir helgi. Eru einhver ný tilboð komin í ljós? „Nei, nei. Við erum bara hér í húsi og ætlum að að klára þetta. Við erum að vinna hér undir stjórn sáttasemjara og það er hann sem stýrir gangi mála,“ segir Kristján. Allt verði gert til að leysa kjaradeiluna á næstu tæpu tveimur sólarhringum. Fimm tíma skæruverkföll að undanförnu hafa tafið millilandaflugið og raskað áætlunum flugfélaga með tilheyrandi kostnaði fyrir þau og farþega, en allsherjarverkfallið næst komandi miðvikudag hefði mun alvarlegri afleiðingar í för með sér.Það hefur verið þannig í fortíðinni að verkföll sem þessi í fluginu hafa ekki verið liðin af stjórnvöldum í langan tíma. Finnst ykkur þið vera í skugga þess að það gæti gerst? „Nei, ég ætla ekki að hugsa um hvorki lagasetningar eða neitt annað fyrr en all um þrýtur. Okkar verkefni er að gera kjarasamning og við ætlum að gera það. Ég hef sagt það áður og get sagt það einu sinni enn að lög á svona kjaradeilu mun ekki leysa neitt vandamál. Þau fresta bara vandamálinu. Við mættum lausnarmiðuð hingað í hús í morgun og búin að einsetja okkur það að vinna þetta verkefni. Það þarf tvo til að deilur leysist. Við erum full samningsvilja og ég veit að hin samningsaðilinn er það líka þannig að við skulum sjá hvað þessi dagur ber í skauti sér,“ segir Kristján Jóhannsson. Á meðan fólk sé í húsakynnum Ríkissáttasemjara og tali saman, sé von til þess að samningar náist.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira