Klukkan tifar á allsherjarverkfall Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2014 12:01 Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. vísir/daníel Það ræðst í dag eða á morgun hvort allsherjarverkfall verði á öllum flugvöllum landsins. Formaður Félags flugmálastarfsmanna segir samninganefndina ekki hugsa um mögulega lagasetningu á verkfallið sem hefst aðfararnótt miðvikudags að öllu óbreyttu. Hann segir að menn hafi mætt lausnamiðaðir á fund hjá Ríkissáttasemjara í morgun og allt verði gert til að ná samningum. Tími skæruverkfalla er liðinn hjá flugvallarstarfsmönnum og nú tifar klukkan fram að allsherjarverkfalli sem hefst aðfararnótt miðvikudags. Þar með myndi allt flug til og frá landinu stöðvast í ófyrirsjánlega langan tíma, grípi stjórnvöld ekki inn í deiluna. Samninganefndir deiluaðila komu til funda hjá Ríkissátasemjara klukkan tíu í morgun og segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugvallarstarfsmanna, að tíminn verði nýttur til hins ítrasta. „Við nýtum daginn í dag og allan þann tíma sem við eigum fram að þessu boðaða verkfalli okkar. Við ætlum að vera lausnarmiðuð. Við ætlum ekki að hugsa um verkfallið. Við erum að hugsa um að ná samningi og í það fer dagurinn í dag,“ segir Kristján.Þið senduð tilboð og gagntilboð á milli ykkar fyrir helgi. Eru einhver ný tilboð komin í ljós? „Nei, nei. Við erum bara hér í húsi og ætlum að að klára þetta. Við erum að vinna hér undir stjórn sáttasemjara og það er hann sem stýrir gangi mála,“ segir Kristján. Allt verði gert til að leysa kjaradeiluna á næstu tæpu tveimur sólarhringum. Fimm tíma skæruverkföll að undanförnu hafa tafið millilandaflugið og raskað áætlunum flugfélaga með tilheyrandi kostnaði fyrir þau og farþega, en allsherjarverkfallið næst komandi miðvikudag hefði mun alvarlegri afleiðingar í för með sér.Það hefur verið þannig í fortíðinni að verkföll sem þessi í fluginu hafa ekki verið liðin af stjórnvöldum í langan tíma. Finnst ykkur þið vera í skugga þess að það gæti gerst? „Nei, ég ætla ekki að hugsa um hvorki lagasetningar eða neitt annað fyrr en all um þrýtur. Okkar verkefni er að gera kjarasamning og við ætlum að gera það. Ég hef sagt það áður og get sagt það einu sinni enn að lög á svona kjaradeilu mun ekki leysa neitt vandamál. Þau fresta bara vandamálinu. Við mættum lausnarmiðuð hingað í hús í morgun og búin að einsetja okkur það að vinna þetta verkefni. Það þarf tvo til að deilur leysist. Við erum full samningsvilja og ég veit að hin samningsaðilinn er það líka þannig að við skulum sjá hvað þessi dagur ber í skauti sér,“ segir Kristján Jóhannsson. Á meðan fólk sé í húsakynnum Ríkissáttasemjara og tali saman, sé von til þess að samningar náist. Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Það ræðst í dag eða á morgun hvort allsherjarverkfall verði á öllum flugvöllum landsins. Formaður Félags flugmálastarfsmanna segir samninganefndina ekki hugsa um mögulega lagasetningu á verkfallið sem hefst aðfararnótt miðvikudags að öllu óbreyttu. Hann segir að menn hafi mætt lausnamiðaðir á fund hjá Ríkissáttasemjara í morgun og allt verði gert til að ná samningum. Tími skæruverkfalla er liðinn hjá flugvallarstarfsmönnum og nú tifar klukkan fram að allsherjarverkfalli sem hefst aðfararnótt miðvikudags. Þar með myndi allt flug til og frá landinu stöðvast í ófyrirsjánlega langan tíma, grípi stjórnvöld ekki inn í deiluna. Samninganefndir deiluaðila komu til funda hjá Ríkissátasemjara klukkan tíu í morgun og segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugvallarstarfsmanna, að tíminn verði nýttur til hins ítrasta. „Við nýtum daginn í dag og allan þann tíma sem við eigum fram að þessu boðaða verkfalli okkar. Við ætlum að vera lausnarmiðuð. Við ætlum ekki að hugsa um verkfallið. Við erum að hugsa um að ná samningi og í það fer dagurinn í dag,“ segir Kristján.Þið senduð tilboð og gagntilboð á milli ykkar fyrir helgi. Eru einhver ný tilboð komin í ljós? „Nei, nei. Við erum bara hér í húsi og ætlum að að klára þetta. Við erum að vinna hér undir stjórn sáttasemjara og það er hann sem stýrir gangi mála,“ segir Kristján. Allt verði gert til að leysa kjaradeiluna á næstu tæpu tveimur sólarhringum. Fimm tíma skæruverkföll að undanförnu hafa tafið millilandaflugið og raskað áætlunum flugfélaga með tilheyrandi kostnaði fyrir þau og farþega, en allsherjarverkfallið næst komandi miðvikudag hefði mun alvarlegri afleiðingar í för með sér.Það hefur verið þannig í fortíðinni að verkföll sem þessi í fluginu hafa ekki verið liðin af stjórnvöldum í langan tíma. Finnst ykkur þið vera í skugga þess að það gæti gerst? „Nei, ég ætla ekki að hugsa um hvorki lagasetningar eða neitt annað fyrr en all um þrýtur. Okkar verkefni er að gera kjarasamning og við ætlum að gera það. Ég hef sagt það áður og get sagt það einu sinni enn að lög á svona kjaradeilu mun ekki leysa neitt vandamál. Þau fresta bara vandamálinu. Við mættum lausnarmiðuð hingað í hús í morgun og búin að einsetja okkur það að vinna þetta verkefni. Það þarf tvo til að deilur leysist. Við erum full samningsvilja og ég veit að hin samningsaðilinn er það líka þannig að við skulum sjá hvað þessi dagur ber í skauti sér,“ segir Kristján Jóhannsson. Á meðan fólk sé í húsakynnum Ríkissáttasemjara og tali saman, sé von til þess að samningar náist.
Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira