Ákærði ekki viðstaddur á meðan stúlka sem kærði nauðgun ber vitni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 29. apríl 2014 21:06 Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. mynd/óskar friðriksson Karlmanni sem ákærður er fyrir nauðgun í tjaldi í Vestmannaeyjum árið 2012 er gert skylt að víkja úr þinghaldi á meðan stúlka sem kærði hann gefur skýrslu við aðalmeðferð málsins. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Suðurlands í dag um að manninum beri að víkja en hann krafðist þess áður að úrskurður héraðsdóms yrði felldur úr gildi Nauðgunin átti sér stað í tjaldi í Herjólfsdal þegar stúlkan var sautján ára og er ákærða gefið að sök að hafa þröngvað stúlkunni til samræðis, rifið í hár hennar, haldið höndum hennar niðri, bitið hana í neðri vör og reynt að setja getnaðarlim sinn í endaþarm hennar. Fyrir réttinn var lagt vottorð geðhjúkrunarfræðings þar sem fram kemur að stúlkan hafi verið í meðferð á göngudeild geðsviðs vegna almennrar kvíðaröskunar. Frá október 2013 hafi hún verið í eftirliti og stuðningi gegnum síma í samvinnu við félagsráðgjafa. Hún sé tilfinningalega viðkvæm og einkenni hafi endurtekið versnað undir álagi með auknum kvíða og þunglyndi auk áfallastreitueinkenna. Er það mat hjúkrunarfræðingsins að yrði brotaþoli sett í þær aðstæður að bera vitni í nærveru ætlaðs geranda væru raunverulegar líkur á því að hún upplifði sterkar neikvæðar tilfinningar og hugsanlega endurupplifanir sem gætu skert getu hennar til að greina frá reynslu sinni. Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Karlmanni sem ákærður er fyrir nauðgun í tjaldi í Vestmannaeyjum árið 2012 er gert skylt að víkja úr þinghaldi á meðan stúlka sem kærði hann gefur skýrslu við aðalmeðferð málsins. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Suðurlands í dag um að manninum beri að víkja en hann krafðist þess áður að úrskurður héraðsdóms yrði felldur úr gildi Nauðgunin átti sér stað í tjaldi í Herjólfsdal þegar stúlkan var sautján ára og er ákærða gefið að sök að hafa þröngvað stúlkunni til samræðis, rifið í hár hennar, haldið höndum hennar niðri, bitið hana í neðri vör og reynt að setja getnaðarlim sinn í endaþarm hennar. Fyrir réttinn var lagt vottorð geðhjúkrunarfræðings þar sem fram kemur að stúlkan hafi verið í meðferð á göngudeild geðsviðs vegna almennrar kvíðaröskunar. Frá október 2013 hafi hún verið í eftirliti og stuðningi gegnum síma í samvinnu við félagsráðgjafa. Hún sé tilfinningalega viðkvæm og einkenni hafi endurtekið versnað undir álagi með auknum kvíða og þunglyndi auk áfallastreitueinkenna. Er það mat hjúkrunarfræðingsins að yrði brotaþoli sett í þær aðstæður að bera vitni í nærveru ætlaðs geranda væru raunverulegar líkur á því að hún upplifði sterkar neikvæðar tilfinningar og hugsanlega endurupplifanir sem gætu skert getu hennar til að greina frá reynslu sinni.
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira