Prófessor segir rektor fara með rangt mál -- kennslan hefur ekki liðið fyrir djassinn Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2014 11:27 Egill Benedikt (lengst til hægri) með djasstríói sínu FLEY. Hann segir ummæli rektors þess efnis að djassinn flækist fyrir kennslunni fráleit. Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði og djasspíanisti, furðar sig á yfirlýsinguKristínar Ingólfsdóttur Háskólarektors vegna fréttar Vísis þess efnis að bann liggi við því að hann leiki djass á skemmtiferðaskipum. „Vegna yfirlýsingar rektors 31. mars síðastliðnum á visir.is vil ég taka fram að aðdróttun rektors í minn garð í yfirlýsingunni stenst einfaldlega ekki. Engin fjarvera frá kennslu eða skörun milli hljóðfæraleiks og kennslu var tilefni þess að hljóðfæraleikur minn var bannaður skriflega með bréfi á vegum rektors. Bannið var tilefnislaust,“ segir Egill Benedikt. Vísir greindi frá því að Egill Benedikt hafi bréf frá útsendara rektors þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. Egill Benedikt hefur lengi fengist við djazzpíanóleik, til dæmis með FLEY-tríóinu sem hefur spilað og leikið á skemmtiferðaskipinu „The World“. Rektor sendi frá sér afgerandi yfirlýsingu vegna fréttarinnar sem ekki er hægt að skilja öðru vísi en svo að Egill hafi látið kennsluna mæta afgangi vegna djassins. Þar segir að skólinn geri „að sjálfsögðu engar athugasemdir við að starfsmenn hans leiki á píanó eða önnur hljóðfæri,“ en, Kristín segir hins vegar skólann gera alvarlega athugsemd við að starfsmenn mæti ekki til fyrirlestrahalds á réttum tíma án þess að hafa fengið leyfi frá störfum og að „hljóðfæraleikur teljist ekki til viðhlítandi skýringa á fjarveru frá kennslu.“ „Ég bara er með lögmenn í þessu máli og háskólinn mun heyra frá þeim,“ segir Egill um næstu skref. „Þessu máli er ekki lokið, langt því frá.“ Tengdar fréttir Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. 28. mars 2014 17:04 Gerir ekki athugasemdir við að starfsfólk leiki á hljóðfæri Rektor Háskóla Íslands svarar prófessor sem segist hafa verið bannað að spila á skemmtiferðaskipum stöðu síns vegna. 31. mars 2014 20:27 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði og djasspíanisti, furðar sig á yfirlýsinguKristínar Ingólfsdóttur Háskólarektors vegna fréttar Vísis þess efnis að bann liggi við því að hann leiki djass á skemmtiferðaskipum. „Vegna yfirlýsingar rektors 31. mars síðastliðnum á visir.is vil ég taka fram að aðdróttun rektors í minn garð í yfirlýsingunni stenst einfaldlega ekki. Engin fjarvera frá kennslu eða skörun milli hljóðfæraleiks og kennslu var tilefni þess að hljóðfæraleikur minn var bannaður skriflega með bréfi á vegum rektors. Bannið var tilefnislaust,“ segir Egill Benedikt. Vísir greindi frá því að Egill Benedikt hafi bréf frá útsendara rektors þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. Egill Benedikt hefur lengi fengist við djazzpíanóleik, til dæmis með FLEY-tríóinu sem hefur spilað og leikið á skemmtiferðaskipinu „The World“. Rektor sendi frá sér afgerandi yfirlýsingu vegna fréttarinnar sem ekki er hægt að skilja öðru vísi en svo að Egill hafi látið kennsluna mæta afgangi vegna djassins. Þar segir að skólinn geri „að sjálfsögðu engar athugasemdir við að starfsmenn hans leiki á píanó eða önnur hljóðfæri,“ en, Kristín segir hins vegar skólann gera alvarlega athugsemd við að starfsmenn mæti ekki til fyrirlestrahalds á réttum tíma án þess að hafa fengið leyfi frá störfum og að „hljóðfæraleikur teljist ekki til viðhlítandi skýringa á fjarveru frá kennslu.“ „Ég bara er með lögmenn í þessu máli og háskólinn mun heyra frá þeim,“ segir Egill um næstu skref. „Þessu máli er ekki lokið, langt því frá.“
Tengdar fréttir Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. 28. mars 2014 17:04 Gerir ekki athugasemdir við að starfsfólk leiki á hljóðfæri Rektor Háskóla Íslands svarar prófessor sem segist hafa verið bannað að spila á skemmtiferðaskipum stöðu síns vegna. 31. mars 2014 20:27 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. 28. mars 2014 17:04
Gerir ekki athugasemdir við að starfsfólk leiki á hljóðfæri Rektor Háskóla Íslands svarar prófessor sem segist hafa verið bannað að spila á skemmtiferðaskipum stöðu síns vegna. 31. mars 2014 20:27
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent