Hinir „nýfátæku“ Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 11. apríl 2014 14:09 Þegar við hugsum um fátækt á Íslandi er okkur nærtækt að hugsa um hópa eins og öryrkja, atvinnulausa, einstæða foreldra og eldri borgara. En ætli allir einstaklingar í þessum hópum séu endilega alltaf þeir sem verst standa? Gæti verið að einstaklingar í þessum týpísku „fátæktarhópum“ búi við minni skort en einhverjir einstaklingar sem teljast ekki til þessara hópa? Ég þekki persónulega nokkur dæmi um að svo sé. Svo kannski er ekki alltaf best að hugsa kjör einstaklinga útfrá fyrirfram skilgreindum hópum. Flestir öryrkjar búa samt sem áður við skammarlega bág kjör eins og við vitum flest og vil ég síst af öllu draga úr því. En mig langar að benda á aðra einstaklinga í þessu samfélagi sem ná ekki endum saman; hóp sem ég vil kalla: „hina nýfátæku“. Hinir nýfátæku eru yfirleitt foreldrar eins eða fleiri barna. Þetta er oft menntað fólk og vinnandi. Margir af þeim hafa lært „ómarkaðsvænar“ greinar í háskóla og aðrir svo „vitlausir“ að velja sér störf sem hlúa að börnum, sjúkum og öldruðum. Annars er þetta fólk með ýmis konar menntun og í fjölbreyttum störfum sem eru mikilvæg fyrir samfélagið okkar. Þetta fólk er oft í sambúð með öðrum „nýfátækum“ einstaklingi, þó ekki alltaf, og gjarnan skrá þeir sig ekki saman til að eiga meira til að bíta og brenna. Sumir eru þó giftir eða svo „löghlýðnir“ að skrá sig í sambúð. Þeir fá þó heldur betur að kenna á því um hver mánaðarmót eins og við vitum. Þetta fólk býr margt hvert í „eigin“ íbúð, og þið vitið vel af hverju ég set gæsalappir um eigin í þessu samhengi. Aðrir eru að leigja á uppsprengdum markaði. Þetta fólk nær flest ekki endum saman. Flestir eru með yfirdráttaheimild í bönkum gjarnan upp á hundruði þúsunda króna og yfirleitt kreditkortareikninga sem þeir ýta á undan sér og skipta greiðslum eftir því sem hægt er. Samt sem áður eru hinir nýfátæku með svo ,,há laun“ að þeir fá engar eða töluvert skertar bætur; hvort sem átt er við barna-, vaxta- eða húsaleigubætur. Margir hinna nýfátæku borga þar að auki meðlag með börnum og/eða fá skertan rétt til meðlags vegna sameiginlegs forræðis. Þegar raunveruleg framfærslugeta (öll laun og bætur að frádregnum gjöldum um hver mánaðarmót) hinna nýfátæku er skoðuð er hún oft svipuð og hinna fyrirframskilgreindu „fátækrahópa“. Það er því mikilvægt að vinna að hagsmunum allra þeirra sem ná ekki endum saman í okkar ríka samfélagi. Og þeir eru margir. Árið 2007 gátu 70% íslendinga komist í gegnum greiðslumat til að kaupa íbúð en í dag komast eingöngu 30% Íslendinga í gegnum greiðslumat. Þetta er mjög alvarleg staða. Sérstakleg þar sem leigumarkaðurinn er glæpsamlega hár. Enda hafa aldrei fleiri einstaklingar verið án lögheimilis á Íslandi en nú er. Borgin getur verið í fararbroddi með að virða sjálfsögð mannréttindi fólks og kappkostað að veita öllum sem ná ekki endum saman sómasamlegt lífsviðurværi. Þetta á bæði við um fjárhagsaðstoð borgarinnar, laun innan borgarinnar, bætur, leiguíbúðir o.s.frv. Dögun talar fyrir aukinni tekjutengingu í öllum gjaldskrám borgarinnar þar sem þeir sem hafa mest milli handanna borgi mest. Dögun leggur áherslu á lagalega skyldu borgarinnar til að sjá þeim farborða sem ekki geta það sjálfir og vill vinna að hagsmunum allra sem ná ekki endum saman. Þetta má gera með skýrari forgangsröðun fyrst og fremst í þágu fólksins og almannahagsmuna. Meiri mannúð í borgina okkar takk fyrir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Þegar við hugsum um fátækt á Íslandi er okkur nærtækt að hugsa um hópa eins og öryrkja, atvinnulausa, einstæða foreldra og eldri borgara. En ætli allir einstaklingar í þessum hópum séu endilega alltaf þeir sem verst standa? Gæti verið að einstaklingar í þessum týpísku „fátæktarhópum“ búi við minni skort en einhverjir einstaklingar sem teljast ekki til þessara hópa? Ég þekki persónulega nokkur dæmi um að svo sé. Svo kannski er ekki alltaf best að hugsa kjör einstaklinga útfrá fyrirfram skilgreindum hópum. Flestir öryrkjar búa samt sem áður við skammarlega bág kjör eins og við vitum flest og vil ég síst af öllu draga úr því. En mig langar að benda á aðra einstaklinga í þessu samfélagi sem ná ekki endum saman; hóp sem ég vil kalla: „hina nýfátæku“. Hinir nýfátæku eru yfirleitt foreldrar eins eða fleiri barna. Þetta er oft menntað fólk og vinnandi. Margir af þeim hafa lært „ómarkaðsvænar“ greinar í háskóla og aðrir svo „vitlausir“ að velja sér störf sem hlúa að börnum, sjúkum og öldruðum. Annars er þetta fólk með ýmis konar menntun og í fjölbreyttum störfum sem eru mikilvæg fyrir samfélagið okkar. Þetta fólk er oft í sambúð með öðrum „nýfátækum“ einstaklingi, þó ekki alltaf, og gjarnan skrá þeir sig ekki saman til að eiga meira til að bíta og brenna. Sumir eru þó giftir eða svo „löghlýðnir“ að skrá sig í sambúð. Þeir fá þó heldur betur að kenna á því um hver mánaðarmót eins og við vitum. Þetta fólk býr margt hvert í „eigin“ íbúð, og þið vitið vel af hverju ég set gæsalappir um eigin í þessu samhengi. Aðrir eru að leigja á uppsprengdum markaði. Þetta fólk nær flest ekki endum saman. Flestir eru með yfirdráttaheimild í bönkum gjarnan upp á hundruði þúsunda króna og yfirleitt kreditkortareikninga sem þeir ýta á undan sér og skipta greiðslum eftir því sem hægt er. Samt sem áður eru hinir nýfátæku með svo ,,há laun“ að þeir fá engar eða töluvert skertar bætur; hvort sem átt er við barna-, vaxta- eða húsaleigubætur. Margir hinna nýfátæku borga þar að auki meðlag með börnum og/eða fá skertan rétt til meðlags vegna sameiginlegs forræðis. Þegar raunveruleg framfærslugeta (öll laun og bætur að frádregnum gjöldum um hver mánaðarmót) hinna nýfátæku er skoðuð er hún oft svipuð og hinna fyrirframskilgreindu „fátækrahópa“. Það er því mikilvægt að vinna að hagsmunum allra þeirra sem ná ekki endum saman í okkar ríka samfélagi. Og þeir eru margir. Árið 2007 gátu 70% íslendinga komist í gegnum greiðslumat til að kaupa íbúð en í dag komast eingöngu 30% Íslendinga í gegnum greiðslumat. Þetta er mjög alvarleg staða. Sérstakleg þar sem leigumarkaðurinn er glæpsamlega hár. Enda hafa aldrei fleiri einstaklingar verið án lögheimilis á Íslandi en nú er. Borgin getur verið í fararbroddi með að virða sjálfsögð mannréttindi fólks og kappkostað að veita öllum sem ná ekki endum saman sómasamlegt lífsviðurværi. Þetta á bæði við um fjárhagsaðstoð borgarinnar, laun innan borgarinnar, bætur, leiguíbúðir o.s.frv. Dögun talar fyrir aukinni tekjutengingu í öllum gjaldskrám borgarinnar þar sem þeir sem hafa mest milli handanna borgi mest. Dögun leggur áherslu á lagalega skyldu borgarinnar til að sjá þeim farborða sem ekki geta það sjálfir og vill vinna að hagsmunum allra sem ná ekki endum saman. Þetta má gera með skýrari forgangsröðun fyrst og fremst í þágu fólksins og almannahagsmuna. Meiri mannúð í borgina okkar takk fyrir!
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun