Enski boltinn

Katrín hjálpaði Liverpool að vinna Man. City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Ómarsdóttir í leik með Liverpool.
Katrín Ómarsdóttir í leik með Liverpool. Vísir/Getty
Katrín Ómarsdóttir og félagar hennar í kvennaliði Liverpool hófu titilvörnina í ensku úrvalsdeildinni með sigri í gær en Liverpool vann þá Manchester City 1-0 á heimavelli.

Stelpurnar unnu því City alveg eins og karlalið félagsins gerði um síðustu helgi en Liverpool-karlarnir stigu þá stórt skref í átt að fyrsta Englandsmeistaratitlinum í 24 ár.

Natasha Dowie skoraði mörg mörk á leið Liverpool að enska meistaratitlinum á síðasta ári og hún skoraði eina mark þessa leiks á 70. mínútu.

Íslenska landsliðskonan Katrín Ómarsdóttir spilaði allan leikinn á miðju Liverpool en hún var fastamaður í liðinu á titilárinu í fyrra.


Tengdar fréttir

Katrín og félagar nálgast titilinn

Katrín Ómarsdóttir og stöllur hennar í Liverpool eru komnar með aðra hönd á Englandsmeistaratitilinn eftir flottan sigur á nágrönnum sínum í Everton í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×