Umboðsmaður hvers er landlæknir? Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 1. apríl 2014 10:26 Í Fréttablaðinu 17. mars s.l. fullyrti Leifur Bárðarson yfirlæknir hjá Embætti landlæknis (EL) að embættið væri umboðsmaður sjúklinga. Ekki veit ég hvaða skilning hann leggur í það hlutverk því 17 dögum áður en hann lét þessi orð falla kvað Umboðsmaður alþingis upp úrskurð þar sem EL er gagnrýnt fyrir að neita sjúklingi um endurupptöku máls á grundvelli þess að LSH væri því mótfallið. Jafnframt er ráðuneytinu gert að taka ekki undir slík vinnubrögð eins og það gerði í þessu máli. Við lestur málsins á vef umboðsmanns má sjá að barátta þessa einstaklings hefur staðið í 9 ár og er líklega á byrjunarreit eftir þennan úrskurð. Það er ljótt ef stofnanir geta haft þetta vald yfir ákvörðunum EL og ráðuneytið taki undir það. Ég leyfi mér því að efast um að umboðsmaður sjúklinga sé til hér á landi. Það er nauðsynlegt að koma því á hið fyrsta eins og barátta sjúklinga ber með sér t.d. á vefsíðu Ástríðar Pálsdóttur. Ég tek undir ráðleggingar hennar og varnaðarorð um að leggja af stað í þessa baráttu. Sjálf missti ég son eftir mistök 2001 og það mál er enn undir teppi á LSH. Þetta samræmist ekki nútímalegri né góðri heilbrigðisþjónustu og er beinlínis heilsuspillandi. Eftir að Ástríður kom fram með sína baráttu í Fréttablaðinu 15. mars s.l. hafa opinberir aðilar keppst við að sýna að þetta sé nú ekki svona, við búum við besta heilbrigðiskerfi í heimi. Allt til að þagga niður umræðuna sem nauðsynleg er svo úrbætur verði gerðar. Ráðherra flytur mikla varnarræðu í Ísland í bítið 26.3. sama dag og gæðastjóri LSH flytur fréttir af námskeiði fyrir starfsmenn spítalans um rótargreiningu. Það væri frábært ef við almenningur fengjum að vita meira um hvað það snýst því það eru jú við sem lendum í þessu. Auk þess væri snjallt hjá gæðastjóranum að fá fulltrúa almenning til að vera með í þróun á (leyni)verkferlum sem notaðir eru við úrvinnslu atvika. Það er ótrúlegt hvað fávís almenningur getur lagt gott til málanna til að hlutirnir verði betri. Auk þess er líklegra að traust skapist á aðferðinni. Hér verð ég að hrósa EL fyrir að setja í áætlun sína fyrir 2014 um einmitt þetta þ.e. að fá álit notenda á þjónustu embættisins. Ennþá er það bara áætlun, alvaran þar að baki á eftir raungera sig. Fyrir rúmum 40 árum lögðu Norðmenn niður sambærilegt kerfi og hér er notað í úrvinnslu atvika og tóku upp alvöru umboðsmann enda eru málin kláruð á þeim bæ í dag án þess að sjúklingar þurfi að berjast upp á líf og dauða eða afsala sér réttindum við uppgjör. Danir, Svíar, Bretar og Ástralir hafa valið sambærilega stefnu. Hvað veldur að staðan er svona hér? Mitt innsægi segir mér að það séu völdin sem menn / stofnanir vilja ekki missa. Væri ekki hægt að nota rótargreiningu á þennan vanda? Þegar heilsutjón verður af mannavöldum verður ósjálfrátt til svokallað tilfinningalegt vald gerandana yfir þolandanum. Þetta þarf þolandinn að berjast við ofaná áfallið sjálft. Þetta vald er nauðsynlegt að fjarlægja frá þolandanum með því að útvega honum umboðsmann. Þá fyrst er hægt að klára málin óháð valdi, með skynsemi og hagsmuni allra að leiðarljósi. Gerandann, stofnanirnar sjálfar verður að fjarlæga út úr þessari vinnu svo hagsmunir sjúklingsins verði ekki undir. Viljaspor er félag um öryggi sjúklinga leggja áherslu á að úrvinnslu atvika verði komið fyrir í betri farveg í líkingu við það sem er á Norðurlöndum. Við viljum jú vera í hópi þeirra bestu er það ekki? Félagið býður upp á opin fyrirlestur sem Tómas Hrafn Sveinsson hrl. flytur 2. apríl kl. 17-18 í fundarsal Neskirkju við Hagatorg. Fyrirlesturinn ber heitið "Skaðabótaréttur vegna læknamistaka - gagnaöflun og helstu hindranir". Farið verður almennt yfir reglur skaðabótaréttar varðandi læknamistök, samspil við lög um sjúklingatryggingar nr. 111/2000 og hlutverk embættis Landlæknis. Fjallað verður um rekstur læknamistakamála frá upphafi til enda og lýst þeim hindrunum sem kunna að verða á veginum á leiðinni. Vertu velkomin/n, við bjóðum þér upp á kaffihlaðborð í lokin. f.h. Viljaspora Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur og markþjálfi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Berst gegn þöggun um dauða eiginmannsins Ástríður Pálsdóttir þurfti að berjast hart fyrir því að fá afhentar sjúkraskýrslur eiginmanns síns eftir andlát hans. Hún fékk síðan áfall þegar hún las í gegnum skýrslurnar og uppgötvaði að hann hafði aldrei fenga rétta meðferð við sjúkdóminum sem dró hann til dauða. 15. mars 2014 08:00 Heimasíða um andlát eiginmannsins Ástríður Pálsdóttir hefur opnað heimasíðu með öllum gögnum um sjúkralegu og andlát eiginmanns síns og um samskipti sín við starfsmenn heilbrigðiskerfisins vegna málsins. 24. mars 2014 07:00 Óvænt andlát sjaldan skráð á Landspítalanum Samkvæmt tölfræði úr bandarískri rannsókn ættu 84 óvænt andlát að hafa verið tilkynnt og rannsökuð á Landspítala árið 2013. Eingöngu sex tilfelli voru skráð. Yfirlæknir á gæðasviði Landspítalans segir atvikaskráningu vera ábótavant. 17. mars 2014 07:00 Kæra gegn Landspítalanum í 25 liðum Ástríður Pálsdóttir hefur kært Landspítala til lögreglu vegna mistaka og vanrækslu. 15. mars 2014 00:01 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 17. mars s.l. fullyrti Leifur Bárðarson yfirlæknir hjá Embætti landlæknis (EL) að embættið væri umboðsmaður sjúklinga. Ekki veit ég hvaða skilning hann leggur í það hlutverk því 17 dögum áður en hann lét þessi orð falla kvað Umboðsmaður alþingis upp úrskurð þar sem EL er gagnrýnt fyrir að neita sjúklingi um endurupptöku máls á grundvelli þess að LSH væri því mótfallið. Jafnframt er ráðuneytinu gert að taka ekki undir slík vinnubrögð eins og það gerði í þessu máli. Við lestur málsins á vef umboðsmanns má sjá að barátta þessa einstaklings hefur staðið í 9 ár og er líklega á byrjunarreit eftir þennan úrskurð. Það er ljótt ef stofnanir geta haft þetta vald yfir ákvörðunum EL og ráðuneytið taki undir það. Ég leyfi mér því að efast um að umboðsmaður sjúklinga sé til hér á landi. Það er nauðsynlegt að koma því á hið fyrsta eins og barátta sjúklinga ber með sér t.d. á vefsíðu Ástríðar Pálsdóttur. Ég tek undir ráðleggingar hennar og varnaðarorð um að leggja af stað í þessa baráttu. Sjálf missti ég son eftir mistök 2001 og það mál er enn undir teppi á LSH. Þetta samræmist ekki nútímalegri né góðri heilbrigðisþjónustu og er beinlínis heilsuspillandi. Eftir að Ástríður kom fram með sína baráttu í Fréttablaðinu 15. mars s.l. hafa opinberir aðilar keppst við að sýna að þetta sé nú ekki svona, við búum við besta heilbrigðiskerfi í heimi. Allt til að þagga niður umræðuna sem nauðsynleg er svo úrbætur verði gerðar. Ráðherra flytur mikla varnarræðu í Ísland í bítið 26.3. sama dag og gæðastjóri LSH flytur fréttir af námskeiði fyrir starfsmenn spítalans um rótargreiningu. Það væri frábært ef við almenningur fengjum að vita meira um hvað það snýst því það eru jú við sem lendum í þessu. Auk þess væri snjallt hjá gæðastjóranum að fá fulltrúa almenning til að vera með í þróun á (leyni)verkferlum sem notaðir eru við úrvinnslu atvika. Það er ótrúlegt hvað fávís almenningur getur lagt gott til málanna til að hlutirnir verði betri. Auk þess er líklegra að traust skapist á aðferðinni. Hér verð ég að hrósa EL fyrir að setja í áætlun sína fyrir 2014 um einmitt þetta þ.e. að fá álit notenda á þjónustu embættisins. Ennþá er það bara áætlun, alvaran þar að baki á eftir raungera sig. Fyrir rúmum 40 árum lögðu Norðmenn niður sambærilegt kerfi og hér er notað í úrvinnslu atvika og tóku upp alvöru umboðsmann enda eru málin kláruð á þeim bæ í dag án þess að sjúklingar þurfi að berjast upp á líf og dauða eða afsala sér réttindum við uppgjör. Danir, Svíar, Bretar og Ástralir hafa valið sambærilega stefnu. Hvað veldur að staðan er svona hér? Mitt innsægi segir mér að það séu völdin sem menn / stofnanir vilja ekki missa. Væri ekki hægt að nota rótargreiningu á þennan vanda? Þegar heilsutjón verður af mannavöldum verður ósjálfrátt til svokallað tilfinningalegt vald gerandana yfir þolandanum. Þetta þarf þolandinn að berjast við ofaná áfallið sjálft. Þetta vald er nauðsynlegt að fjarlægja frá þolandanum með því að útvega honum umboðsmann. Þá fyrst er hægt að klára málin óháð valdi, með skynsemi og hagsmuni allra að leiðarljósi. Gerandann, stofnanirnar sjálfar verður að fjarlæga út úr þessari vinnu svo hagsmunir sjúklingsins verði ekki undir. Viljaspor er félag um öryggi sjúklinga leggja áherslu á að úrvinnslu atvika verði komið fyrir í betri farveg í líkingu við það sem er á Norðurlöndum. Við viljum jú vera í hópi þeirra bestu er það ekki? Félagið býður upp á opin fyrirlestur sem Tómas Hrafn Sveinsson hrl. flytur 2. apríl kl. 17-18 í fundarsal Neskirkju við Hagatorg. Fyrirlesturinn ber heitið "Skaðabótaréttur vegna læknamistaka - gagnaöflun og helstu hindranir". Farið verður almennt yfir reglur skaðabótaréttar varðandi læknamistök, samspil við lög um sjúklingatryggingar nr. 111/2000 og hlutverk embættis Landlæknis. Fjallað verður um rekstur læknamistakamála frá upphafi til enda og lýst þeim hindrunum sem kunna að verða á veginum á leiðinni. Vertu velkomin/n, við bjóðum þér upp á kaffihlaðborð í lokin. f.h. Viljaspora Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur og markþjálfi
Berst gegn þöggun um dauða eiginmannsins Ástríður Pálsdóttir þurfti að berjast hart fyrir því að fá afhentar sjúkraskýrslur eiginmanns síns eftir andlát hans. Hún fékk síðan áfall þegar hún las í gegnum skýrslurnar og uppgötvaði að hann hafði aldrei fenga rétta meðferð við sjúkdóminum sem dró hann til dauða. 15. mars 2014 08:00
Heimasíða um andlát eiginmannsins Ástríður Pálsdóttir hefur opnað heimasíðu með öllum gögnum um sjúkralegu og andlát eiginmanns síns og um samskipti sín við starfsmenn heilbrigðiskerfisins vegna málsins. 24. mars 2014 07:00
Óvænt andlát sjaldan skráð á Landspítalanum Samkvæmt tölfræði úr bandarískri rannsókn ættu 84 óvænt andlát að hafa verið tilkynnt og rannsökuð á Landspítala árið 2013. Eingöngu sex tilfelli voru skráð. Yfirlæknir á gæðasviði Landspítalans segir atvikaskráningu vera ábótavant. 17. mars 2014 07:00
Kæra gegn Landspítalanum í 25 liðum Ástríður Pálsdóttir hefur kært Landspítala til lögreglu vegna mistaka og vanrækslu. 15. mars 2014 00:01
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar