Hvers vegna má ég ekki ganga í sérskóla? Ásta Kristrún Ólafsdóttir skrifar 4. apríl 2014 10:07 Ég bar upp þessa spurningu í grein fyrir fjórum árum en efnisleg svör hafa enn ekki fengist en þónokkuð af froðusnakki, útúrsnúningum og bulli. Hér eru nokkur dæmi. 1. Hvers vegna má ég ekki ganga í sérskóla fyrir börn sem eru með þroskahömlun eins og ég? Vegna þess að það má ekki aðgreina fólk á grundvelli greindar eða vitsmuna. 2. Hvers vegna má Svana vinkona mín ganga í sérskólann en ekki ég? Vegna þess að Svana er með greindarvísitölu 49 en þú ert með greindarvísitölu 50. 3. Varstu ekki að segja að það mætti ekki mismuna fólki á grundvelli greindar? Uh.. foreldrar Svönu völdu að senda hana í sérskólann. 4. Af hverju mega foreldrar Svönu velja skóla en ekki mínir foreldrar? Af því þú ert með hærri greindarvísitölu en Svana. 5. Það stendur í lögum að foreldrar geti valið sérdeild eða sérskóla fyrir börn sín ef þau þrífast ekki í almenna skólanum. Já, en í framkvæmd eru það foreldrar SUMRA barna sem ekki þrífast, sem mega velja. 6. Það er brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Uuum. Það eru mannréttindi þín að ganga í þinn hverfisskóla. 7. Eru það mannréttindi að pína börn til að vera þar sem þeim líður illa? Þér á ekki að líða illa í skólanum. Getur þú ekki bara hætt því? 8. Mér líður illa í skólanum mínum vegna þess að ég get ekki það sama og hinir nemendurnir, skil ekki það sem þau skilja og get ekki lært það sem þau læra. Ég er ein, aðgreind, öðruvísi og vanmáttug. Krakkarnir eru flestir góðir við mig, sumir stríða mér og hlægja að mér en flestir láta mig í friði. Mig langar að vera með jafningjum mínum í skóla þar sem ég get eignast vini. Alvöru vini. Já en við eigum að fagna margbreytileikanum! Sumir eru svartir eða brúnir. Sumir eru innflytjendur og sumir eru haltir eða með gleraugu eða í hjólastól. 9. Ertu að djóka í mér? Eða heldur þú að svartir innflytjendur í hjólastól eða með gleraugu séu allir þroskahamlaðir? Þeir sem hafa óskerta greind geta lært og skilið, spjallað og eignast vini á jafningjagrunni. Líka þeir sem eru brúnir og í hjólastól. U ....... Skóli án aðgreiningar er stefna. 10. Ha? Við erum bundin af alþjóða samþykktum um að ekki megi mismuna fólki og að allir eigi rétt á námi og kennslu við hæfi. 11. Má ég þá ganga í sérskóla eins og Svana og fá nám og kennslu við hæfi? Nei. 12. Hvers vegna ekki? Vegna þess að þú átt rétt á að ganga í almennan skóla. Elskan mín, þú hefur ekkert val.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég bar upp þessa spurningu í grein fyrir fjórum árum en efnisleg svör hafa enn ekki fengist en þónokkuð af froðusnakki, útúrsnúningum og bulli. Hér eru nokkur dæmi. 1. Hvers vegna má ég ekki ganga í sérskóla fyrir börn sem eru með þroskahömlun eins og ég? Vegna þess að það má ekki aðgreina fólk á grundvelli greindar eða vitsmuna. 2. Hvers vegna má Svana vinkona mín ganga í sérskólann en ekki ég? Vegna þess að Svana er með greindarvísitölu 49 en þú ert með greindarvísitölu 50. 3. Varstu ekki að segja að það mætti ekki mismuna fólki á grundvelli greindar? Uh.. foreldrar Svönu völdu að senda hana í sérskólann. 4. Af hverju mega foreldrar Svönu velja skóla en ekki mínir foreldrar? Af því þú ert með hærri greindarvísitölu en Svana. 5. Það stendur í lögum að foreldrar geti valið sérdeild eða sérskóla fyrir börn sín ef þau þrífast ekki í almenna skólanum. Já, en í framkvæmd eru það foreldrar SUMRA barna sem ekki þrífast, sem mega velja. 6. Það er brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Uuum. Það eru mannréttindi þín að ganga í þinn hverfisskóla. 7. Eru það mannréttindi að pína börn til að vera þar sem þeim líður illa? Þér á ekki að líða illa í skólanum. Getur þú ekki bara hætt því? 8. Mér líður illa í skólanum mínum vegna þess að ég get ekki það sama og hinir nemendurnir, skil ekki það sem þau skilja og get ekki lært það sem þau læra. Ég er ein, aðgreind, öðruvísi og vanmáttug. Krakkarnir eru flestir góðir við mig, sumir stríða mér og hlægja að mér en flestir láta mig í friði. Mig langar að vera með jafningjum mínum í skóla þar sem ég get eignast vini. Alvöru vini. Já en við eigum að fagna margbreytileikanum! Sumir eru svartir eða brúnir. Sumir eru innflytjendur og sumir eru haltir eða með gleraugu eða í hjólastól. 9. Ertu að djóka í mér? Eða heldur þú að svartir innflytjendur í hjólastól eða með gleraugu séu allir þroskahamlaðir? Þeir sem hafa óskerta greind geta lært og skilið, spjallað og eignast vini á jafningjagrunni. Líka þeir sem eru brúnir og í hjólastól. U ....... Skóli án aðgreiningar er stefna. 10. Ha? Við erum bundin af alþjóða samþykktum um að ekki megi mismuna fólki og að allir eigi rétt á námi og kennslu við hæfi. 11. Má ég þá ganga í sérskóla eins og Svana og fá nám og kennslu við hæfi? Nei. 12. Hvers vegna ekki? Vegna þess að þú átt rétt á að ganga í almennan skóla. Elskan mín, þú hefur ekkert val.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar