Innlent

Rafmagn komið aftur á Snæfellsnes

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán
„Viðgerð á flutningslínu Landsnets frá Vatnshömrum í Boargarfirði að Vegamótum á Snæfellsnesi lauk rétt fyrir kl 16, og eiga allir raforkunotendur á Snæfellsnesi að vera komnir með rafmagn núna,“ segir í tilkynningu frá Rarik.

Þar segir einnig að undirbúningur til þess að keyra upp varavélar og tengja varatengingu við Glerárskóg hafi verið rétt um garð gengin þegar kerfið leysti út og varð straumlaust á öllu nesinu af þeim sökum.

„Mikil vinna er í því fólgin að byggja upp kerfið með varaafli aftur og var ákveðið að bíða með uppbyggingu í Snæfellsbæ, þar sem ráðgert var að viðgerð tæki skamma stund.“

Díselkeyrsla var aftur komið á í Stykkishólmi og Helgafellssveit með varatengingu og stytti það straumleysið eitthvað á því svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×