Innlent

Ísland eitt af þrettán verstu löndunum fyrir grænmetisætur

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Dýraafurðir ráða ríkjum í íslenskum mat, segir í fréttinni
Dýraafurðir ráða ríkjum í íslenskum mat, segir í fréttinni vísir/heiða
Ísland er eitt af þrettán verstu löndunum fyrir vegan-grænmetisætur á ferðalagi að mati vefsíðu Huffington Post.

Vegan er sú tegund grænmetisæta sem sneiðir ekki einungis hjá kjöti og fiski heldur einnig frá öllum mat sem inniheldur dýraafurðir. Má þar nefna egg, ost, hunang og fleira.

„Dýraafurðir ráða ríkjum í íslenskum mat,“ segir í fréttinni og er lambakjöt, sjávarfang og skyr sagt vera stór hluti af mataræði Íslendinga.

Hin löndin tólf á lista Huffington Post eru Frakkland, Argentína, Filippseyjar, Kína, Brasilía, Kórea, Rússland, Mexíkó, Þýskaland, Kúba, Spánn, og svo að lokum er Texasríki Bandaríkjanna sérstaklega nefnt ásamt miðvesturríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×