Innlent

Mikið um ölvun og hávaða

Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Upp úr klukkan 18 var bifreið stöðvuð í austurboginni og var ökumaðuinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og að aka réttindalaus. Þá var bifreið stöðvuð í miðborginni upp úr klukkan 21. Ökumaður grunaður um ölvun.

Um tíuleytið í gærkvöldi stöðvaði lögregla bifreið í austurborginni. Ökumaður grunaður um ölvun, auk þess sem bifreiðin var ótryggð og númer klippt af. Ökumaðurinn var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls. Þá var ökumaður stöðvaður í Mosfellsbæ rétt fyrir tvö í nótt vegna gruns um ölvun, og svo á fjórða tímanum var bifreið stöðvuð í Breiðholti Ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og lyfja, vörslu fíkniefna og að aka réttindalaus. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar máls. Rétt fyrir klukkan fimm var svo ökumaður stöðvaður í miðborginni, grunaður um ölvun.

Þá var mikið um tilkynningar til lögreglu varðandi mál tengd ölvun og hávaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×