Allt á niðurleið Sigurður Friðleifsson skrifar 26. mars 2014 14:15 Íslendingar eiga tvær þjóðaríþróttir, glímu og neikvæðni, og dugnaður okkar í báðum þessum greinum er óumdeildur. Þá sjaldan sem jákvæðni er borin á borð fyrir okkur er hún yfirleitt tengd stjórnmálaflokkum eða hagsmunaðilum sem sjálfkrafa þýðir að um helmingur þjóðarinnar setur allar lokur fyrir vit sín og meðtekur ekki skilaboðin hvort sem þau eru rétt eða röng. Hér ætla ég að kynna jákvæðar tölur sem eru engum sérstökum hagsmunaaðilum að þakka heldur fyrst og fremst Íslendingum sjálfum, hvar sem þeir standa í pólitík eða á vinnumarkaði. Olía hefur lengi keyrt stóran hluta af hagkerfi Íslendinga með tilheyrandi gjaldeyriskostnaði og mengun. Olía hefur ekki einungis neikvæð umhverfisáhrif heldur er hún stór kostnaðarliður í þjóðarbúi sem illa má við gjaldeyristapi. Til lengri tíma er líka ómögulegt að vera háður olíu enda um endanlega auðlind að ræða sem gengur til þurrðar einn daginn. Í umhverfismálum er oft einblínt á það sem miður fer og vonleysið ræður ríkjum en sumt sem er á niðurleið á einmitt að vera á niðurleið og það gildir einmitt um olíunotkun Íslendinga. Á línuritinu sést að olíunotkun á hvern Íslending er á hraðri niðurleið og hefur farið úr rúmlega 2,2 tonnum niður fyrir 1,5 tonn á hvern íbúa. Grafið nær yfir langt tímabil og dekkar bæði hægri og vinstri stjórnir, góðæri og kreppu og hátt og lágt gengi krónu. Með öðrum orðum þá er árangurinn raunverulegur. Í raun er árangurinn að hluta til vanáætlaður þar sem olíunotkun sífjölgandi ferðmanna á Íslandi skrifast að fullu á okkar tölfræðireikning.Hvað veldur? Þar sem við Íslendingar erum svo lánsamir að framleiða allt okkar rafmagn og hita með innlendum og kolefnisfríum orkugjöfum þá er olíunotkun landans bundinn við tvo þætti þ.e. sjávarútveg og farartæki. Í sjávarútvegi hefur nýtni fiskiskipa aukist en stóra breytan er rafvæðing fiskimjölsverksmiðja þar sem olíu hefur verið skipt út fyrir innlenda raforku. Þessi orkuskipti fiskimjölsverksmiðja samsvarar olíunotkun tugþúsunda heimilisbifreiða. Fjölmargir þættir útskýra svo minnkun á olíunotkun bifreiða. Í fyrsta lagi eru landsmenn nú mun skynsamari í vali og nýjum bifreiðum og eyða nýjir bílar nú 2-4 lítrum minna, á hverja 100 ekna km., en raunin var í kringum aldamótin. Þetta þýðir með öðrum orðum að við komust sömu vegalengdir á miklu færri olíulítrum. Sá gjaldeyrisparnaður sem fylgir nýtnari bílaflota nemur milljörðum króna á ársgrundvelli. Í öðru lagi eru Íslendingar alltaf að verða duglegari að ferðast í strætisvögnum, gangandi, á hjóli eða í samfloti með öðrum. Nú hefur einokun olíunnar í samgöngum einnig verið rofin og innlent gas og rafmagn knýr ótal farartæki sem vonandi munu fjölga hratt og örugglega á næstu árum. Það er von mín að þessar tölur hvetji okkur til að halda áfram á sömu braut og þjóðin verði fyrr en síðar óháð olíuinnflutningi með tilheyrandi umhverfis- og efnahagsávinningi. Merkilegast er þó að þessi árangur hefur náðst án þess að rýra lífsgæði eða hagvöxt í landinu. Við erum sem sagt þjóð á uppleið með olíunotkun á niðurleið. Þetta eru jákvæð skilaboð sem eiga að vera okkur hvatning til áframhaldandi framfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Virkjum tækifærin sem nýsköpun færir heilbrigðismálum Freyr Hólm Ketilsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Íslendingar eiga tvær þjóðaríþróttir, glímu og neikvæðni, og dugnaður okkar í báðum þessum greinum er óumdeildur. Þá sjaldan sem jákvæðni er borin á borð fyrir okkur er hún yfirleitt tengd stjórnmálaflokkum eða hagsmunaðilum sem sjálfkrafa þýðir að um helmingur þjóðarinnar setur allar lokur fyrir vit sín og meðtekur ekki skilaboðin hvort sem þau eru rétt eða röng. Hér ætla ég að kynna jákvæðar tölur sem eru engum sérstökum hagsmunaaðilum að þakka heldur fyrst og fremst Íslendingum sjálfum, hvar sem þeir standa í pólitík eða á vinnumarkaði. Olía hefur lengi keyrt stóran hluta af hagkerfi Íslendinga með tilheyrandi gjaldeyriskostnaði og mengun. Olía hefur ekki einungis neikvæð umhverfisáhrif heldur er hún stór kostnaðarliður í þjóðarbúi sem illa má við gjaldeyristapi. Til lengri tíma er líka ómögulegt að vera háður olíu enda um endanlega auðlind að ræða sem gengur til þurrðar einn daginn. Í umhverfismálum er oft einblínt á það sem miður fer og vonleysið ræður ríkjum en sumt sem er á niðurleið á einmitt að vera á niðurleið og það gildir einmitt um olíunotkun Íslendinga. Á línuritinu sést að olíunotkun á hvern Íslending er á hraðri niðurleið og hefur farið úr rúmlega 2,2 tonnum niður fyrir 1,5 tonn á hvern íbúa. Grafið nær yfir langt tímabil og dekkar bæði hægri og vinstri stjórnir, góðæri og kreppu og hátt og lágt gengi krónu. Með öðrum orðum þá er árangurinn raunverulegur. Í raun er árangurinn að hluta til vanáætlaður þar sem olíunotkun sífjölgandi ferðmanna á Íslandi skrifast að fullu á okkar tölfræðireikning.Hvað veldur? Þar sem við Íslendingar erum svo lánsamir að framleiða allt okkar rafmagn og hita með innlendum og kolefnisfríum orkugjöfum þá er olíunotkun landans bundinn við tvo þætti þ.e. sjávarútveg og farartæki. Í sjávarútvegi hefur nýtni fiskiskipa aukist en stóra breytan er rafvæðing fiskimjölsverksmiðja þar sem olíu hefur verið skipt út fyrir innlenda raforku. Þessi orkuskipti fiskimjölsverksmiðja samsvarar olíunotkun tugþúsunda heimilisbifreiða. Fjölmargir þættir útskýra svo minnkun á olíunotkun bifreiða. Í fyrsta lagi eru landsmenn nú mun skynsamari í vali og nýjum bifreiðum og eyða nýjir bílar nú 2-4 lítrum minna, á hverja 100 ekna km., en raunin var í kringum aldamótin. Þetta þýðir með öðrum orðum að við komust sömu vegalengdir á miklu færri olíulítrum. Sá gjaldeyrisparnaður sem fylgir nýtnari bílaflota nemur milljörðum króna á ársgrundvelli. Í öðru lagi eru Íslendingar alltaf að verða duglegari að ferðast í strætisvögnum, gangandi, á hjóli eða í samfloti með öðrum. Nú hefur einokun olíunnar í samgöngum einnig verið rofin og innlent gas og rafmagn knýr ótal farartæki sem vonandi munu fjölga hratt og örugglega á næstu árum. Það er von mín að þessar tölur hvetji okkur til að halda áfram á sömu braut og þjóðin verði fyrr en síðar óháð olíuinnflutningi með tilheyrandi umhverfis- og efnahagsávinningi. Merkilegast er þó að þessi árangur hefur náðst án þess að rýra lífsgæði eða hagvöxt í landinu. Við erum sem sagt þjóð á uppleið með olíunotkun á niðurleið. Þetta eru jákvæð skilaboð sem eiga að vera okkur hvatning til áframhaldandi framfara.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun