Baráttan skilar sér Elsa Lára Arnardóttir skrifar 28. mars 2014 21:18 Nú eru frumvörp ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um skuldaleiðréttingar fyrir heimilin, komin inn í þingið. Það er sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að undanfarin fimm ár hafa þingmenn Framsóknarflokksins barist fyrir því að komið yrði til móts við skuldsett heimili og loksins mun baráttan skila árangri. Vissulega hefði verið betra fyrir alla ef forsendubresturinn hefði verið leiðréttur strax árið 2009 en framsóknarmenn náðu ekki eyrum þáverandi stjórnarflokka í þeim efnum. Nauðsynlegt er að þetta stóra og mikilvæga verkefni komist hratt í gegnum þingið. Á því eru miklar líkur þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa verið duglegir að kalla eftir frumvörpunum undanfarnar vikur, fjallað um mikilvægi þess að stjórnarflokkarnir standi við stóru orðin. Ríkisstjórnin stendur við orð sín. Verið er að framkvæma leiðréttinguna sem boðuð var í lok nóvember.Forsendubrestur leiðréttur Í kynningunni í nóvember var gert ráð fyrir að verðtryggð húsnæðislán yrðu færð niður um fjárhæð sem samsvaraði verðbótum umfram verðbólgu á tímabilinu desember 2007 – 2010. Við útreikning kom hins vegar í ljós að forsendubresturinn hafði eingöngu áhrif á lán á árunum 2008 og 2009 og því liggur staða verðtryggra lána yfir það tímabil til grundvallar leiðréttingunni.Umfang skuldaleiðréttingarinnar Skuldafrumvörpin sem nú eru komin fram eru almenn aðgerð í þágu heimilanna, en ekki sértæk. Heildarumfang leiðréttingarinnar eru áætlað um 150 milljarðar króna og mun hún ná til um 100 þúsund heimila.Einfalt Framkvæmdin verður einföld fyrir almenning þó um stórt og flókið verkefni sé að ræða. Einstaklingar sækja um leiðréttingarnar rafrænt á vef ríkisskattstjóra og verður umsóknartímabilið frá 15. maí – 1. september 2014. Ástæða þess að miðað er við 15. maí er sú að þá á vorþingi að vera lokið og skuldamálin að fullu afgreidd í gegnum þingið. Ferlið mun ganga hratt fyrir sig og í lang flestum tilvikum ætti að vera hægt að sjá áhrif aðgerðarinnar strax að loknu umsóknarferli í haust.Höfuðstólslækkun og séreignasparnaður Frumvörp ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna eru tvö, annars vegar frumvarp um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána og hins vegar frumvarp um séreignasparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar. Umsóknarferlinu lýkur 1. september 2014. Eftir að ríkisskattstjóri hefur afgreitt umsóknirnar fara umsækjendur strax að sjá áhrifin. Niðurfelling lánsins í heild mun birtast í heimabanka og á greiðsluseðli þar sem fasteignaláni verður skipt niður í frumlán og leiðréttingarlán. Lántaki greiðir eingöngu af frumláni og leiðréttingarlán verður greitt af ríkissjóði, með bankaskattinum, næstu árin. Hægt verður að byrja að nýta séreignasparnaðinn í júlí og tryggja sér um leið skattaafslátt ríkisstjórnarinnar. Ekki er um að ræða uppsafnaða inneign því stór hluti fólks nýtti hann eftir hrunið. Heldur er um að ræða séreignarsparnað næstu þriggja ára. Hér er jafnframt um að ræða nýja hugsun í húsnæðismálum. Þeir sem eru ekki með fasteignalán geta nýtt sér séreignarsparnaðarúrræði til að spara fyrir kaup á íbúðarhúsnæði.Að lokum Eins og ég hef alltaf sagt þá er ég ánægð að um sé að ræða almenna aðgerð en ekki sértæka. Ég er ánægð að hún nái til um 100 þúsund heimila sem eru um 80 % heimila í landinu. Hins vegar fer ég ekki í felur með að ég hefði gjarnan viljað sjá þakið hærra til að koma betur til móts við þá sem eru í erfiðri stöðu. Jafnframt horfi ég til þess að þessi aðgerð er eingöngu einn liður af tíu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna. Nú þegar er unnið að verðtryggingarmálum inni í ráðuneytum, þar sem horft er bæði til meirihlutaálits og sérálitis. Mikilvægt er að þau mál komi til umræðu í þinginu sem allra fyrst. Að mínu mati er nauðsynlegt að verðtryggingin verði afnumin um leið og aðgerðir í skuldamálum ná fram að ganga. Það er óhætt að halda því fram að ríkisstjórnin vinni að bættum hag heimila í landinu. Á næstu dögum mun verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála skila af sér vinnu þar sem tekið er á mörgum mikilvægum málum, eins og t.d. lyklafrumvarpinu og úrræðum á almennum og félagslegum leigumarkaði. Elsa Lára Arnardóttir Þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú eru frumvörp ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um skuldaleiðréttingar fyrir heimilin, komin inn í þingið. Það er sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að undanfarin fimm ár hafa þingmenn Framsóknarflokksins barist fyrir því að komið yrði til móts við skuldsett heimili og loksins mun baráttan skila árangri. Vissulega hefði verið betra fyrir alla ef forsendubresturinn hefði verið leiðréttur strax árið 2009 en framsóknarmenn náðu ekki eyrum þáverandi stjórnarflokka í þeim efnum. Nauðsynlegt er að þetta stóra og mikilvæga verkefni komist hratt í gegnum þingið. Á því eru miklar líkur þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa verið duglegir að kalla eftir frumvörpunum undanfarnar vikur, fjallað um mikilvægi þess að stjórnarflokkarnir standi við stóru orðin. Ríkisstjórnin stendur við orð sín. Verið er að framkvæma leiðréttinguna sem boðuð var í lok nóvember.Forsendubrestur leiðréttur Í kynningunni í nóvember var gert ráð fyrir að verðtryggð húsnæðislán yrðu færð niður um fjárhæð sem samsvaraði verðbótum umfram verðbólgu á tímabilinu desember 2007 – 2010. Við útreikning kom hins vegar í ljós að forsendubresturinn hafði eingöngu áhrif á lán á árunum 2008 og 2009 og því liggur staða verðtryggra lána yfir það tímabil til grundvallar leiðréttingunni.Umfang skuldaleiðréttingarinnar Skuldafrumvörpin sem nú eru komin fram eru almenn aðgerð í þágu heimilanna, en ekki sértæk. Heildarumfang leiðréttingarinnar eru áætlað um 150 milljarðar króna og mun hún ná til um 100 þúsund heimila.Einfalt Framkvæmdin verður einföld fyrir almenning þó um stórt og flókið verkefni sé að ræða. Einstaklingar sækja um leiðréttingarnar rafrænt á vef ríkisskattstjóra og verður umsóknartímabilið frá 15. maí – 1. september 2014. Ástæða þess að miðað er við 15. maí er sú að þá á vorþingi að vera lokið og skuldamálin að fullu afgreidd í gegnum þingið. Ferlið mun ganga hratt fyrir sig og í lang flestum tilvikum ætti að vera hægt að sjá áhrif aðgerðarinnar strax að loknu umsóknarferli í haust.Höfuðstólslækkun og séreignasparnaður Frumvörp ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna eru tvö, annars vegar frumvarp um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána og hins vegar frumvarp um séreignasparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar. Umsóknarferlinu lýkur 1. september 2014. Eftir að ríkisskattstjóri hefur afgreitt umsóknirnar fara umsækjendur strax að sjá áhrifin. Niðurfelling lánsins í heild mun birtast í heimabanka og á greiðsluseðli þar sem fasteignaláni verður skipt niður í frumlán og leiðréttingarlán. Lántaki greiðir eingöngu af frumláni og leiðréttingarlán verður greitt af ríkissjóði, með bankaskattinum, næstu árin. Hægt verður að byrja að nýta séreignasparnaðinn í júlí og tryggja sér um leið skattaafslátt ríkisstjórnarinnar. Ekki er um að ræða uppsafnaða inneign því stór hluti fólks nýtti hann eftir hrunið. Heldur er um að ræða séreignarsparnað næstu þriggja ára. Hér er jafnframt um að ræða nýja hugsun í húsnæðismálum. Þeir sem eru ekki með fasteignalán geta nýtt sér séreignarsparnaðarúrræði til að spara fyrir kaup á íbúðarhúsnæði.Að lokum Eins og ég hef alltaf sagt þá er ég ánægð að um sé að ræða almenna aðgerð en ekki sértæka. Ég er ánægð að hún nái til um 100 þúsund heimila sem eru um 80 % heimila í landinu. Hins vegar fer ég ekki í felur með að ég hefði gjarnan viljað sjá þakið hærra til að koma betur til móts við þá sem eru í erfiðri stöðu. Jafnframt horfi ég til þess að þessi aðgerð er eingöngu einn liður af tíu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna. Nú þegar er unnið að verðtryggingarmálum inni í ráðuneytum, þar sem horft er bæði til meirihlutaálits og sérálitis. Mikilvægt er að þau mál komi til umræðu í þinginu sem allra fyrst. Að mínu mati er nauðsynlegt að verðtryggingin verði afnumin um leið og aðgerðir í skuldamálum ná fram að ganga. Það er óhætt að halda því fram að ríkisstjórnin vinni að bættum hag heimila í landinu. Á næstu dögum mun verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála skila af sér vinnu þar sem tekið er á mörgum mikilvægum málum, eins og t.d. lyklafrumvarpinu og úrræðum á almennum og félagslegum leigumarkaði. Elsa Lára Arnardóttir Þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun