Lífið

Ekki er allt sem sýnist hjá Kardashian fjölskyldunni

Nýlega kom í ljós að heimili Kim Kardashian og móður hennar Kris Jenner í raunveruleikaþáttunum, Keeping up with the Kardashians voru ekki þeirra eigin eignir heldur voru þau sýndarheimili. 

Samkvæmt E-news hefur nú komið í ljós að heimili Kourtney Kardashian og Scott Disick í þáttunum var einnig  eingöngu notað fyrir upptökurnar.  



Stjörnunar segja staðreyndina vera sú að sýndarheimilin hafi verið notuð sem öryggisatriði til þess að koma í veg fyrir að ágengir aðdáendur birtist fyrir utan heimili þeirra.



"Þegar við kvikmyndum inni, eru þetta augljóslega raunveruleg heimili okkar en að utan var heimilunum breytt af öryggisástæðum," hefur Kim útskýrt í viðtali. 



"Fólk var að mæta öllum stundum fyrir utan gamla heimilið mitt í Beverly Hills í von um að hitta mig svo ég þurfti að hringja í lögregluna oft og mörgum sinnum."

Er ekkert raunverulegt í raunveruleikaþættinum?





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.