Lífið

Brotist inn hjá raunveruleikastjörnu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Brotist var inn hjá raunveruleikastjörnunni Kourtney Kardashian í síðasta mánuði og fimmtíu þúsund dollurum stolið, tæplega sex milljónum króna. 

Lögreglan telur að ránið tengist innbroti í hús systur hennar, Khloe Kardashian, en þá stálu þjófar skarti að virði margra milljóna króna.

Vefsíðan TMZ segir frá því að peningarnir sem var stolið af heimili Kourtney hafi verið geymdir í öryggisskáp. Stjarnan komst ekki að því að þeir væru horfnir fyrr en nokkrum dögum síðar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.