Lífið

Gif-drottning í gervi Högna

Ugla Egilsdóttir skrifar
Ekki fylgir sögunni hvort sonur Berglindar, Kári, hafi klætt sig í búning í dag.
Ekki fylgir sögunni hvort sonur Berglindar, Kári, hafi klætt sig í búning í dag.
„Ég var sú eina í vinnunni sem mætti í búning,“ segir Berglind Pétursdóttir, gif-drottning. Hún mætti í gervi Högna Egilssonar úr Hjaltalín. „Ég hélt bara að það væri einhver lenska að mæta í búning á vinnustaði á öskudaginn, sérstaklega ef maður vinnur á svona skapandi vinnustað eins og ég, með öðrum hipsterum. Það var ekki raunin, og ég er í raun í svolitlu sjokki núna.“

Til að halda andlitinu brá Berglind á það ráð að þykjast ekki vera í búnin. „Ég sagði að þetta væri bara smá tískusteitment sem væri innblásið af Högna. Það var líka vandræðalegt, og fólki fannst ég vera algjör hermikráka. Á endanum fór ég bara snemma heim, alveg niðurbrotin,“ segir Berglind.

Berglind var búin að leggja mikið í öskudagsgervið. „ég var búin að æfa Hjaltalín-lögin í marga daga, og fara í sérstaka ránsferð til að ræna tilnefningarskjalinu til Norrænu tónlistarverðlaunanna. Umboðsmaður Hjaltalín er núna brjálaður. Ég meinaða, hann er alveg brjálaður,“ segir Berglind óttaslegin.

Hér að neðan er mynd sem Berglind birti á Instagram af sér í gervi Högna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.