Lífið

Vilhjálmur og Katrín í rómantískri ferð

Ugla Egilsdóttir skrifar
Vilhjálmur og Katrín kunna að klæða sig fyrir ströndina.
Vilhjálmur og Katrín kunna að klæða sig fyrir ströndina. VÍSIR/GETTY
Katrín Middleton og Vilhjálmur prins eru farin í frí til Maldíveyja í eina viku. Þau komu til landsins með vél frá British Airwaves klukkan 9:40 að staðartíma á þriðjudagsmorgun, samkvæmt fjölmiðlum á Maldíveyjum. Ekki var minnst á að prinsinn Georg, sonur hjónanna, væri með í för. Þó er ekki hægt að útiloka það.

Sennilega er hundurinn Lupo ekki með í för, og það kemur ekki heldur fram í fjölmiðlum hver passar hann á meðan hann fjölskyldan er á Maldíveyjum. 

Vilhjálmur prins er á tíu vikna námskeiði í landbúnaðarfræðum, en líklegt þykir að hann sé í upplestrarfríi þessa dagana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.