Innlent

Iðnaðurinn skorar á ríkisstjórn að hætta við að slíta ESB viðræðum

Heimir Már Pétursson skrifar
Fráfarandi formaður Samtaka iðnaðarins hvatti stjórnvöld á iðnþingi í dag til að taka ekki valkosti út af borðinu með því að kallað aðilidarumsókn að Evrópusambandinu til baka. Iðnaðarráðherra segir að spár um auknar framkvæmdir ásamt nýsköpun muni hleypa þrótti í atvinnulífið á næstu árum.

Svana Helen Björnsdóttir sem lét af formennsku á iðnþingi í dag sagði í ávarpi sínu að samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja þurfi að komast á dagskrá íslenskra stjórnmála eigi síðar en strax. Atvinnulífið horfði til ríkisstjórnarinnar og biði nýrrar framtíðarsýnar.

Samtök iðnaðarins eru stærstu samtök atvinnulífsins og eru 20 ára um þessar mundir. Svana Helen Björnsdóttir sem lét af formennsku á iðnþingi í dag sagði iðnaðinn m.a. þurfa peningamálastefnu sem virkaði, opna samkeppni, greiðan markaðsaðgang við umheiminn og þjóðfélag án gjaldeyrishafta. Ríkisstjórnin hafi gefið margt gott til kynna en meira þyrfti til en orðin ein.

Ragnheiður Elín Árnadóttir inaðarráðherra sagði mikla grósku ríkja í íslenskum iðnaði og spár gerðu ráð fyrir fjárfestingum á ýmsum sviðum upp á um 200 milljarða á næstu misserum. Ríkisstjórnin hefði skilað hallalausum fjárlögum, lækka þyrfi skatta og auka framleiðni. Hér stefndu hlutir í rétta átt eftir kreppu en samstöðu þyrfti að ná um ýmsa þætti. eins og orkunýtingu og sjávarútveginn.

Þorsteinn Pálsson ávarpaði samkomuna og fór í gegnum sögu samskipta Íslands við umheiminn á liðnum áratugum og þau hagsmunalegu og hugmyndafræðilegu átök, milli sósíalisma og kapitalisma sem lokið hefði með jafntefli.

Svo rakti hann sögu Evrópusambandsins og erindi þjóðarinnar þar og dró ekkert undan í samantekt sinni.

Horfa má á ræðu Þorsteins Pálssonar í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×