Innlent

Varað við stormi víða um land

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
VÍSIR/STEFÁN
Veður fer ört versandi á landinu þegar kemur fram á daginn. Varað er við snörpum hviðum 40-50 metrum á sekúndu í austanátt undir Eyjafjöllum og í Mýrdal frá um kl. 11 til 15. Hvassviðri og snjókoma víða um land einkum á fjallvegum, en hlánar suðaustan- og austanlands. Reikna má með að mjög blint verði á Hellisheiði og Mosfellsheiði frá því um kl. 12 og fram undir kvöld. Hálka er á  Hellisheiði og í Þrengslum en það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja mjög víða á Suðurlandi.

Hálka er á Bröttubrekku og  Þæfingsfærð er bæði á Holtavörðuheiði og á Svínadal en mokstur er hafinn.

Á Vestfjörðum er víða hálka eða hálkublettir á láglendi og sumsstaðar éljagangur og skafrenningur. Þungfært er á Þröskuldum og ófært á Steingrímsfjarðarheiði. Snjóþekja er á Hálfdán og á Mikladal. Þæfingsfærð er á Kleifarheiði og frá Vatnsfirði að Klettsháls en ekki er búið að skoða færð á Klettshálsi.

Vegir eru nánast auðir í Húnavatnssýslum og Skagafirði. Snjóþekja er í Langadal og hálkublettir á Þverárfjalli. Snjóþekja er á Öxnadalsheið. Á Norðurlandi eystra er sumstaðar nokkur hálka, einkum á fjallvegum og inn til landsins þótt víðast sé autt á láglendi. Snjóþekja er á Mývatsheiði.

Hálka er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og á Vopnafjarðarheiði en búast má við versnandi veðri og ófærð upp úr hádegi. Á Austurlandi er annars víða nokkur hálka á Héraði en autt að mestu niðri á fjörðum. Hálka er hins vegar frá Hvalnesi með suðausturströndinni í Vík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×