Innlent

Tvöfalt fleiri karlar leita til Stígamóta

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Stígamót leita að karlkyns starfskrafi.
Stígamót leita að karlkyns starfskrafi.
Stígamót, grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi, leita að karlkyns starfskrafti.

Um er að ræða fullt starf í eins árs tilraunaverkefni með möguleikum á framhaldi.  „Starfið mun felast í ráðgjöf, starfrækslu sjálfshjálparhópa og fræðslu til þess að undirstrika enn frekar áherslu Stígamóta á ofbeldi gegn drengjum og körlum,“ kemur fram í auglýsingu frá samtökunum.

Allir karlmenn með áhuga á starfsemi samtakanna eru hvattir til að sækja um en samtökin telja eftirsóknarvert að umsækjendur hafi bakgrunn úr félagsráðgjöf, sálfræði, lögfræði, kynjafræði eða skyldum fræðum.

Í samtali við Vísi sagði Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, að lengi hafi staðið til að ráða„Við auglýsum reglulega eftir starfsfólki en fram til þessa hafa konur orðið fyrir valinu," karlmann til starfa hjá samtökunum. „Við auglýsum reglulega eftir starfsfólki en fram til þessa hafa konur orðið fyrir valinu," segir Guðrún. 

Í ársskýrslu samtakana kemur fram að 18% þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra hafi verið karlmenn sem er aukning frá fyrri árum um allt að 100%.

„Árlega hafa um 8-12% þeirra sem leita sér aðstoðar til okkar verið karlmenn“ segir Guðrún og bætir við að aukninguna vilji þau hjá Stígamótum rekja til þeirrar miklu umfjöllunar sem mál Karls Vignis Þorsteinssonar í upphafi síðasta árs.  

Guðrún segir að margir karlmenn sem hringi til Stígamóta viti ekki að samtökin aðstoði karlmenn og er ráðning nýs starfskraftar liður í að undirstrika það að Stígamót styðji fórnarlömb af báðum kynjum.

Töluverð umræða hefur verið um kynferðisbrot gegn karlmönnum undanfarið en Vísir hefur greint frá nýstofnuðum sjóði í Bretlandi sem er eyrnamerktur úrbótum í málaflokknum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×