Körfubolti

Janúar 1991 – verður hann einhvern tímann toppaður?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Franc Booker.
Franc Booker.

Frank Aron Booker er nú orðinn 19 ára gamall og á fyrsta ári með körfuboltaliði Oklahoma-háskólans í Big 12 deildinni í NCAA en hann er sonur Frank Booker sem var í aðalhlutverki í íslenskum körfubolta frá 1991 til 1995.

Franc Booker eldri spilaði sína fyrstu leiki á Íslandi þegar hann kom til ÍR í janúar 1991.

Frammistaða hans fyrsta mánuðinn verður seint toppuð. Franc Booker skoraði fimmtán þriggja stiga körfur í fyrsta leiknum (á móti Njarðvík 8. janúar) og alls 63 þrista í sex leikjum í janúar, eða 10,5 að meðaltali í leik.

Hann skoraði fimmtán þriggja stiga körfur í 1. og 3. leik sínum (á móti Snæfelli 17. janúar) á Íslandi og það er enn í dag met yfir flestar þriggja stiga körfur í einum leik í úrvalsdeild karla.

Booker skoraði alls 304 stig í þessum sex leikjum ÍR í janúar 1991, eða 50,7 stig að meðaltali í leik.

Booker hitti úr 63 af 130 þriggja stiga skotum sínum í þessum sögulega mánuði sem gerir 48 prósenta þriggja stiga skotnýtingu. Hann fékk hins vegar ekki skráða á sig eina stoðsendingu í þessum leikjum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.