Innlent

Enginn heilbrigðisstarfsmaður gæti vottað Biggest Loser

Baldvin Þormóðsson skrifar
Biggest Loser þættirnir sæta mikilli gagnrýni.
Biggest Loser þættirnir sæta mikilli gagnrýni.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Sálfræðingafélag Íslands, Matarheill ásamt fleiri félögum heilbrigðisstarfsmanna og næringarfræðinga hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem að sjónvarpsþættirnir Biggest Loser Ísland eru gagnrýndir harðlega.

Biggest Loser þættirnir hafa sætt mikilli gagnrýni bæði erlendis og hérlendis fyrir öfgakenndar áherslur á þyngdartap, mikla fæðutakmörkun, æfingaálag og harkalega framkomu þjálfara í garð keppenda,“ segir í yfirlýsingunni.

„Við teljum þessa nálgun ekki samræmast faglegum vinnubrögðum og sú framkoma sem þjálfarar sýna keppendum samræmist hvorki siðareglum né lögum um heilbrigðisstarfsmenn,

Í yfirlýsingunni er stuðst við niðurstöður rannsókna á erlendum útgáfum þáttanna. Þar kemur fram að litlar líkur séu á að þættirnir hvetji áhorfendur til aukinnar hreyfingar og bættra lífshátta.

Við viljum taka það skýrt fram að meint vottun sem þættirnir eru sagðir hafa frá læknum, sálfræðingum og næringarfræðingum á ekki við um fagfólk hér á landi, segir í yfirlýsinguna, en þar vísa félögin í markaðssetningu þáttanna þar sem slík vottun kemur fram.

Enginn íslenskur heilbrigðisstarfsmaður gæti viðhaft þá nálgun gagnvart sínum skjólstæðingum sem einkennir þessa þætti án þess að það væri brot á siðareglum viðkomandi fagstéttar.

Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×