Lífið

Jennifer Lopez verður lögga

Jennifer Lopez verður laganna vörður.
Jennifer Lopez verður laganna vörður. visir/getty
Hæfileikaríka fegurðardísin Jennifer Lopez snýr á ný í sjónvarpið, en að þessu sinni í dramaþættina Shades of Blue. Um er að ræða nýja sakamála/lögregluþætti frá NBC, en fyrsta serían mun innihalda þrettán þætti og fara þeir í sýningu árið 2015.

Lopez mun leika lögreglukonuna Harlee McCordsem, sem vinnur í dulargervi gegn glæpum og spillingu. Hún er einnig einstæð móðir sem reynir einnig að uppræta spillingu á meðal vinnufélaga sinna.

Ryan Seacrest framleiðir þættina og er það frumraun hans í framleiðslu á skrifuðum framhaldsþáttum. Adi Kasak er höfundur þáttanna en hann skrifaði meðal annars nýjustu mynd Kevins Costners,3 Days to Kill og myndina From Paris With Love sem John Travolta lék í.

Undanfarin ár hefur Jennifer Lopez mest verið í sviðsljósinu sem dómari í American Idol en þar eru hún og Ryan Seacrest vinnufélagar. Þá hefur hún einnig brugðið fyrir sem gestaleikari í þáttunum How I Met Your Mother.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.