Lífið

Trúlofaður rokkari

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Mötley Crüe-trommarinn Tommy Lee, 51 árs tilkynnti það á Twitter-síðu sinni á mánudaginn að hann væri trúlofaður kærustu sinni Sofia Toufa, 30 ára.

Tommy og Sofia hafa verið saman um árabil og sagði hann í viðtali við tímaritið People árið 2010 að hann héldi að hún væri hin eina, sanna ást.

Ef verður af brúðkaupinu verður þetta fjórða hjónaband Tommys. Fyrrverandi eiginkonur hans eru Elaine Starchuk, Heather Locklear og Pamela Anderson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.