Lífið

Þolir ekki síða hárið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn Daniel Radcliffe safnar nú hári til að leika Igor í nýrri útgáfu af Frankenstein. Hann þolir ekki síða hárið.

„Mér finnst allt í lagi hvernig ég lít út með það en ég þoli ekki að hugsa um það. Ég skil ekki karlmenn sem eru sjálfviljugir með sítt hár. Þetta er svo mikil vinna. Þetta er martröð,“ segir leikarinn í samtali við Telegraph.

„Ég hef reyndar samúð með konum. Ég ætla ekki að safna svona síðu hári í framtíðinni."

Með Harry Potter-genginu fyrir rúmum áratug.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.