Innlent

Snjóflóðahætta á Vesturlandi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Fallið hafa snjóflóð á veginn við Skarðsströnd á milli Ytri Fagradals og Nýpur og eru vegfarendur beðnir um að sýna sérstaka aðgát.
Fallið hafa snjóflóð á veginn við Skarðsströnd á milli Ytri Fagradals og Nýpur og eru vegfarendur beðnir um að sýna sérstaka aðgát. vísir/einar
Snjóflóðahætta er á Skarðsströnd á Vesturlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Fallið hafa snjóflóð á veginn við Skarðsströnd á milli Ytri Fagradals og Nýpur og eru vegfarendur beðnir um að sýna sérstaka aðgát og ekki vera á ferð um svæðið nema að brýna nauðsyn beri til.

Vegir á Suður- og Suðvesturlandi eru að mestu greiðfærir.

Hálkublettir eru nokkuð víða á Vesturlandi en hálka er á Bröttubrekku, Svínadal, Skógarströnd og Laxárdalsheiði. Hálkublettir og þoka er á Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er nú ófært á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum og beðið með mokstur vegna veðurs. Þæfingsfærð milli Skálmarfjarðar og Brjánslækjar en annars er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum. Óveður er á Hjallhálsi og skafrenningur á Klettshálsi og Gemlufallsheiði.

Hálka eða hálkublettir eru á  nokkrum leiðum á Norðvesturlandi en hálka og stórhríð á Þverárfjalli. Snjóþekja er á Siglufjarðarvegi en þæfingsfærð á milli Ketiláss og Siglufjarðar.

Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Norðausturlandi og þoka við norðausturströndina.  Hálka og skafrenningur er á Öxnadalsheiði.  Vegurinn um Hólasand er ófær. Á Austurlandi er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum en hálkublettir  frá Reyðarfirði að Breiðdalsvík og síðan greiðfært áfram með Suðausturströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×