Morfís-martröðin G. Svala Arnardóttir skrifar 19. febrúar 2014 11:54 Morfís, mælsku og rökræðukeppni framhaldsskóla Íslands var haldin sjöunda febrúar sl. Framganga liðs mennaskólans á Ísafirði hefur verið fréttaefni undanfarið vegna grófra árása af kynferðislegum toga í málflutningi Ísafjarðarliðsins beint að fulltrúa Akureyrarliðsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem keppnin fer úr böndum því í kjölfar þessa máls hefur a.m.k. eitt mál af svipuðu tagi komið fram í dagsljósið – Það er því fyllsta ástæða til að staldra aðeins við Morfís keppnina og spyrja hverjar séu forsendur hennar og tilgangur. Í Morfískeppninni virðist hinni íslensku kappræðuhefð vera gert hátt undir höfði og rökræðan sem hún kennir sig við, er oft á tíðum ábótavant. Kappræðan einkennist af því að ná undirtökum í umræðunni. Að slá viðmælandann út af laginu og gera hann helst óvirkan. Að sigra andstæðinginn. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að sá sem talar fer að slá um sig með nógu krassandi frösum. Gera aðra kjaftstopp, stinga upp í viðmælendur, kjafta þá í í kaf. Takist þetta er það tekið sem dæmi um velheppnaðan málflutning. Það er jafnvel litið á þetta sem sérstaka hæfileika hjá viðkomandi sem muni koma góðum notum fyrir hann í framtíðinni og þá ekki síst í stjórnmálum. Þá er talað, með vissri virðingu um að sá hinn sami sé óskaplega mælskur. Rökræða þarfnast ögunar, íhugunar og ekki síst virðingar fyrir skoðunum viðmælandans. Það andrúmsloft hugaræsings og slagorða sem einkennir kappræður býður ekki alltaf upp á rökræðu sem stendur undir nafni. Menn stunda kappræðuna ekki síst vegna þess skemmtanagildis sem hún hefur. Skemmtun sem þó hefur greinilega farið algjörlega úr böndum eins og nýleg dæmi sýna og breyst í einhverskonar grófa búrleskuhátíð. En gróf, meiðandi skemmtiatriði eiga ekkert skylt við þá mælsku og rökræðu sem Morfískeppnin kennir sig við. Þó að velheppnaðar kappræður geti verið skemmtilegar og jafnvel hressandi þá eru þær alls ekki ákjósanlegar þegar ræða á hlutina af alvöru og einlægni. Getur verið að Morfískeppnin endurspegli og viðhaldi í leiðinni slæmri umræðuhefð hér á landi? Ýmsir hafa haldið því fram að við Íslendingar séum ekki leikin í samræðukúnst og höldum okkur um of við umrætt kappræðuform þar sem hlustun, ögun og ígrundun er víðsfjarri. Kannski má segja að kappræðurnar séu hin forna og nýja bardagakúnst Íslendinga. Einhverskonar atgeir þjóðarinnar. Aðferð sem er slæm að því leyti að hún er oftar en ekki óheiðarleg. Hún byggir að hluta á klækjum og óbilgirni og er þess vegna slæm þegar þarf að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Skynsamleg niðurstaða er ákjósanlegasta útkoman úr samræðum fólks. Því er ekki meiri rækt lögð við skynsamlegt samtal og rökræður sem standa undir nafni í ræðukeppni íslenskra framhaldsskólanema? Er það vegna þess eins og áður segir, að keppnin endurspeglar einfaldlega þær umræðuhefðir sem enn eru teknar sem góðar og gildar í samfélaginu og þykja því góður undirbúningur fyrir nemendur? Er kannski skynsamleg og öguð samræða álitin of leiðinleg í samburði við það stuð að leggja andstæðinginn að velli. Höfum við tíma fyrir langdregið rökræðugauf og slíkt föndur? Það má spyrja hvort Morfískeppnin sé að rækta gagnrýna hugsun og lýðræðislega orðræðu íslenskra framhaldsskólanema, eða er það kannski ekki markmiðið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Morfís, mælsku og rökræðukeppni framhaldsskóla Íslands var haldin sjöunda febrúar sl. Framganga liðs mennaskólans á Ísafirði hefur verið fréttaefni undanfarið vegna grófra árása af kynferðislegum toga í málflutningi Ísafjarðarliðsins beint að fulltrúa Akureyrarliðsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem keppnin fer úr böndum því í kjölfar þessa máls hefur a.m.k. eitt mál af svipuðu tagi komið fram í dagsljósið – Það er því fyllsta ástæða til að staldra aðeins við Morfís keppnina og spyrja hverjar séu forsendur hennar og tilgangur. Í Morfískeppninni virðist hinni íslensku kappræðuhefð vera gert hátt undir höfði og rökræðan sem hún kennir sig við, er oft á tíðum ábótavant. Kappræðan einkennist af því að ná undirtökum í umræðunni. Að slá viðmælandann út af laginu og gera hann helst óvirkan. Að sigra andstæðinginn. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að sá sem talar fer að slá um sig með nógu krassandi frösum. Gera aðra kjaftstopp, stinga upp í viðmælendur, kjafta þá í í kaf. Takist þetta er það tekið sem dæmi um velheppnaðan málflutning. Það er jafnvel litið á þetta sem sérstaka hæfileika hjá viðkomandi sem muni koma góðum notum fyrir hann í framtíðinni og þá ekki síst í stjórnmálum. Þá er talað, með vissri virðingu um að sá hinn sami sé óskaplega mælskur. Rökræða þarfnast ögunar, íhugunar og ekki síst virðingar fyrir skoðunum viðmælandans. Það andrúmsloft hugaræsings og slagorða sem einkennir kappræður býður ekki alltaf upp á rökræðu sem stendur undir nafni. Menn stunda kappræðuna ekki síst vegna þess skemmtanagildis sem hún hefur. Skemmtun sem þó hefur greinilega farið algjörlega úr böndum eins og nýleg dæmi sýna og breyst í einhverskonar grófa búrleskuhátíð. En gróf, meiðandi skemmtiatriði eiga ekkert skylt við þá mælsku og rökræðu sem Morfískeppnin kennir sig við. Þó að velheppnaðar kappræður geti verið skemmtilegar og jafnvel hressandi þá eru þær alls ekki ákjósanlegar þegar ræða á hlutina af alvöru og einlægni. Getur verið að Morfískeppnin endurspegli og viðhaldi í leiðinni slæmri umræðuhefð hér á landi? Ýmsir hafa haldið því fram að við Íslendingar séum ekki leikin í samræðukúnst og höldum okkur um of við umrætt kappræðuform þar sem hlustun, ögun og ígrundun er víðsfjarri. Kannski má segja að kappræðurnar séu hin forna og nýja bardagakúnst Íslendinga. Einhverskonar atgeir þjóðarinnar. Aðferð sem er slæm að því leyti að hún er oftar en ekki óheiðarleg. Hún byggir að hluta á klækjum og óbilgirni og er þess vegna slæm þegar þarf að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Skynsamleg niðurstaða er ákjósanlegasta útkoman úr samræðum fólks. Því er ekki meiri rækt lögð við skynsamlegt samtal og rökræður sem standa undir nafni í ræðukeppni íslenskra framhaldsskólanema? Er það vegna þess eins og áður segir, að keppnin endurspeglar einfaldlega þær umræðuhefðir sem enn eru teknar sem góðar og gildar í samfélaginu og þykja því góður undirbúningur fyrir nemendur? Er kannski skynsamleg og öguð samræða álitin of leiðinleg í samburði við það stuð að leggja andstæðinginn að velli. Höfum við tíma fyrir langdregið rökræðugauf og slíkt föndur? Það má spyrja hvort Morfískeppnin sé að rækta gagnrýna hugsun og lýðræðislega orðræðu íslenskra framhaldsskólanema, eða er það kannski ekki markmiðið?
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun