Morfís-martröðin G. Svala Arnardóttir skrifar 19. febrúar 2014 11:54 Morfís, mælsku og rökræðukeppni framhaldsskóla Íslands var haldin sjöunda febrúar sl. Framganga liðs mennaskólans á Ísafirði hefur verið fréttaefni undanfarið vegna grófra árása af kynferðislegum toga í málflutningi Ísafjarðarliðsins beint að fulltrúa Akureyrarliðsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem keppnin fer úr böndum því í kjölfar þessa máls hefur a.m.k. eitt mál af svipuðu tagi komið fram í dagsljósið – Það er því fyllsta ástæða til að staldra aðeins við Morfís keppnina og spyrja hverjar séu forsendur hennar og tilgangur. Í Morfískeppninni virðist hinni íslensku kappræðuhefð vera gert hátt undir höfði og rökræðan sem hún kennir sig við, er oft á tíðum ábótavant. Kappræðan einkennist af því að ná undirtökum í umræðunni. Að slá viðmælandann út af laginu og gera hann helst óvirkan. Að sigra andstæðinginn. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að sá sem talar fer að slá um sig með nógu krassandi frösum. Gera aðra kjaftstopp, stinga upp í viðmælendur, kjafta þá í í kaf. Takist þetta er það tekið sem dæmi um velheppnaðan málflutning. Það er jafnvel litið á þetta sem sérstaka hæfileika hjá viðkomandi sem muni koma góðum notum fyrir hann í framtíðinni og þá ekki síst í stjórnmálum. Þá er talað, með vissri virðingu um að sá hinn sami sé óskaplega mælskur. Rökræða þarfnast ögunar, íhugunar og ekki síst virðingar fyrir skoðunum viðmælandans. Það andrúmsloft hugaræsings og slagorða sem einkennir kappræður býður ekki alltaf upp á rökræðu sem stendur undir nafni. Menn stunda kappræðuna ekki síst vegna þess skemmtanagildis sem hún hefur. Skemmtun sem þó hefur greinilega farið algjörlega úr böndum eins og nýleg dæmi sýna og breyst í einhverskonar grófa búrleskuhátíð. En gróf, meiðandi skemmtiatriði eiga ekkert skylt við þá mælsku og rökræðu sem Morfískeppnin kennir sig við. Þó að velheppnaðar kappræður geti verið skemmtilegar og jafnvel hressandi þá eru þær alls ekki ákjósanlegar þegar ræða á hlutina af alvöru og einlægni. Getur verið að Morfískeppnin endurspegli og viðhaldi í leiðinni slæmri umræðuhefð hér á landi? Ýmsir hafa haldið því fram að við Íslendingar séum ekki leikin í samræðukúnst og höldum okkur um of við umrætt kappræðuform þar sem hlustun, ögun og ígrundun er víðsfjarri. Kannski má segja að kappræðurnar séu hin forna og nýja bardagakúnst Íslendinga. Einhverskonar atgeir þjóðarinnar. Aðferð sem er slæm að því leyti að hún er oftar en ekki óheiðarleg. Hún byggir að hluta á klækjum og óbilgirni og er þess vegna slæm þegar þarf að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Skynsamleg niðurstaða er ákjósanlegasta útkoman úr samræðum fólks. Því er ekki meiri rækt lögð við skynsamlegt samtal og rökræður sem standa undir nafni í ræðukeppni íslenskra framhaldsskólanema? Er það vegna þess eins og áður segir, að keppnin endurspeglar einfaldlega þær umræðuhefðir sem enn eru teknar sem góðar og gildar í samfélaginu og þykja því góður undirbúningur fyrir nemendur? Er kannski skynsamleg og öguð samræða álitin of leiðinleg í samburði við það stuð að leggja andstæðinginn að velli. Höfum við tíma fyrir langdregið rökræðugauf og slíkt föndur? Það má spyrja hvort Morfískeppnin sé að rækta gagnrýna hugsun og lýðræðislega orðræðu íslenskra framhaldsskólanema, eða er það kannski ekki markmiðið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Morfís, mælsku og rökræðukeppni framhaldsskóla Íslands var haldin sjöunda febrúar sl. Framganga liðs mennaskólans á Ísafirði hefur verið fréttaefni undanfarið vegna grófra árása af kynferðislegum toga í málflutningi Ísafjarðarliðsins beint að fulltrúa Akureyrarliðsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem keppnin fer úr böndum því í kjölfar þessa máls hefur a.m.k. eitt mál af svipuðu tagi komið fram í dagsljósið – Það er því fyllsta ástæða til að staldra aðeins við Morfís keppnina og spyrja hverjar séu forsendur hennar og tilgangur. Í Morfískeppninni virðist hinni íslensku kappræðuhefð vera gert hátt undir höfði og rökræðan sem hún kennir sig við, er oft á tíðum ábótavant. Kappræðan einkennist af því að ná undirtökum í umræðunni. Að slá viðmælandann út af laginu og gera hann helst óvirkan. Að sigra andstæðinginn. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að sá sem talar fer að slá um sig með nógu krassandi frösum. Gera aðra kjaftstopp, stinga upp í viðmælendur, kjafta þá í í kaf. Takist þetta er það tekið sem dæmi um velheppnaðan málflutning. Það er jafnvel litið á þetta sem sérstaka hæfileika hjá viðkomandi sem muni koma góðum notum fyrir hann í framtíðinni og þá ekki síst í stjórnmálum. Þá er talað, með vissri virðingu um að sá hinn sami sé óskaplega mælskur. Rökræða þarfnast ögunar, íhugunar og ekki síst virðingar fyrir skoðunum viðmælandans. Það andrúmsloft hugaræsings og slagorða sem einkennir kappræður býður ekki alltaf upp á rökræðu sem stendur undir nafni. Menn stunda kappræðuna ekki síst vegna þess skemmtanagildis sem hún hefur. Skemmtun sem þó hefur greinilega farið algjörlega úr böndum eins og nýleg dæmi sýna og breyst í einhverskonar grófa búrleskuhátíð. En gróf, meiðandi skemmtiatriði eiga ekkert skylt við þá mælsku og rökræðu sem Morfískeppnin kennir sig við. Þó að velheppnaðar kappræður geti verið skemmtilegar og jafnvel hressandi þá eru þær alls ekki ákjósanlegar þegar ræða á hlutina af alvöru og einlægni. Getur verið að Morfískeppnin endurspegli og viðhaldi í leiðinni slæmri umræðuhefð hér á landi? Ýmsir hafa haldið því fram að við Íslendingar séum ekki leikin í samræðukúnst og höldum okkur um of við umrætt kappræðuform þar sem hlustun, ögun og ígrundun er víðsfjarri. Kannski má segja að kappræðurnar séu hin forna og nýja bardagakúnst Íslendinga. Einhverskonar atgeir þjóðarinnar. Aðferð sem er slæm að því leyti að hún er oftar en ekki óheiðarleg. Hún byggir að hluta á klækjum og óbilgirni og er þess vegna slæm þegar þarf að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Skynsamleg niðurstaða er ákjósanlegasta útkoman úr samræðum fólks. Því er ekki meiri rækt lögð við skynsamlegt samtal og rökræður sem standa undir nafni í ræðukeppni íslenskra framhaldsskólanema? Er það vegna þess eins og áður segir, að keppnin endurspeglar einfaldlega þær umræðuhefðir sem enn eru teknar sem góðar og gildar í samfélaginu og þykja því góður undirbúningur fyrir nemendur? Er kannski skynsamleg og öguð samræða álitin of leiðinleg í samburði við það stuð að leggja andstæðinginn að velli. Höfum við tíma fyrir langdregið rökræðugauf og slíkt föndur? Það má spyrja hvort Morfískeppnin sé að rækta gagnrýna hugsun og lýðræðislega orðræðu íslenskra framhaldsskólanema, eða er það kannski ekki markmiðið?
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar