Morfís-martröðin G. Svala Arnardóttir skrifar 19. febrúar 2014 11:54 Morfís, mælsku og rökræðukeppni framhaldsskóla Íslands var haldin sjöunda febrúar sl. Framganga liðs mennaskólans á Ísafirði hefur verið fréttaefni undanfarið vegna grófra árása af kynferðislegum toga í málflutningi Ísafjarðarliðsins beint að fulltrúa Akureyrarliðsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem keppnin fer úr böndum því í kjölfar þessa máls hefur a.m.k. eitt mál af svipuðu tagi komið fram í dagsljósið – Það er því fyllsta ástæða til að staldra aðeins við Morfís keppnina og spyrja hverjar séu forsendur hennar og tilgangur. Í Morfískeppninni virðist hinni íslensku kappræðuhefð vera gert hátt undir höfði og rökræðan sem hún kennir sig við, er oft á tíðum ábótavant. Kappræðan einkennist af því að ná undirtökum í umræðunni. Að slá viðmælandann út af laginu og gera hann helst óvirkan. Að sigra andstæðinginn. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að sá sem talar fer að slá um sig með nógu krassandi frösum. Gera aðra kjaftstopp, stinga upp í viðmælendur, kjafta þá í í kaf. Takist þetta er það tekið sem dæmi um velheppnaðan málflutning. Það er jafnvel litið á þetta sem sérstaka hæfileika hjá viðkomandi sem muni koma góðum notum fyrir hann í framtíðinni og þá ekki síst í stjórnmálum. Þá er talað, með vissri virðingu um að sá hinn sami sé óskaplega mælskur. Rökræða þarfnast ögunar, íhugunar og ekki síst virðingar fyrir skoðunum viðmælandans. Það andrúmsloft hugaræsings og slagorða sem einkennir kappræður býður ekki alltaf upp á rökræðu sem stendur undir nafni. Menn stunda kappræðuna ekki síst vegna þess skemmtanagildis sem hún hefur. Skemmtun sem þó hefur greinilega farið algjörlega úr böndum eins og nýleg dæmi sýna og breyst í einhverskonar grófa búrleskuhátíð. En gróf, meiðandi skemmtiatriði eiga ekkert skylt við þá mælsku og rökræðu sem Morfískeppnin kennir sig við. Þó að velheppnaðar kappræður geti verið skemmtilegar og jafnvel hressandi þá eru þær alls ekki ákjósanlegar þegar ræða á hlutina af alvöru og einlægni. Getur verið að Morfískeppnin endurspegli og viðhaldi í leiðinni slæmri umræðuhefð hér á landi? Ýmsir hafa haldið því fram að við Íslendingar séum ekki leikin í samræðukúnst og höldum okkur um of við umrætt kappræðuform þar sem hlustun, ögun og ígrundun er víðsfjarri. Kannski má segja að kappræðurnar séu hin forna og nýja bardagakúnst Íslendinga. Einhverskonar atgeir þjóðarinnar. Aðferð sem er slæm að því leyti að hún er oftar en ekki óheiðarleg. Hún byggir að hluta á klækjum og óbilgirni og er þess vegna slæm þegar þarf að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Skynsamleg niðurstaða er ákjósanlegasta útkoman úr samræðum fólks. Því er ekki meiri rækt lögð við skynsamlegt samtal og rökræður sem standa undir nafni í ræðukeppni íslenskra framhaldsskólanema? Er það vegna þess eins og áður segir, að keppnin endurspeglar einfaldlega þær umræðuhefðir sem enn eru teknar sem góðar og gildar í samfélaginu og þykja því góður undirbúningur fyrir nemendur? Er kannski skynsamleg og öguð samræða álitin of leiðinleg í samburði við það stuð að leggja andstæðinginn að velli. Höfum við tíma fyrir langdregið rökræðugauf og slíkt föndur? Það má spyrja hvort Morfískeppnin sé að rækta gagnrýna hugsun og lýðræðislega orðræðu íslenskra framhaldsskólanema, eða er það kannski ekki markmiðið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Morfís, mælsku og rökræðukeppni framhaldsskóla Íslands var haldin sjöunda febrúar sl. Framganga liðs mennaskólans á Ísafirði hefur verið fréttaefni undanfarið vegna grófra árása af kynferðislegum toga í málflutningi Ísafjarðarliðsins beint að fulltrúa Akureyrarliðsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem keppnin fer úr böndum því í kjölfar þessa máls hefur a.m.k. eitt mál af svipuðu tagi komið fram í dagsljósið – Það er því fyllsta ástæða til að staldra aðeins við Morfís keppnina og spyrja hverjar séu forsendur hennar og tilgangur. Í Morfískeppninni virðist hinni íslensku kappræðuhefð vera gert hátt undir höfði og rökræðan sem hún kennir sig við, er oft á tíðum ábótavant. Kappræðan einkennist af því að ná undirtökum í umræðunni. Að slá viðmælandann út af laginu og gera hann helst óvirkan. Að sigra andstæðinginn. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að sá sem talar fer að slá um sig með nógu krassandi frösum. Gera aðra kjaftstopp, stinga upp í viðmælendur, kjafta þá í í kaf. Takist þetta er það tekið sem dæmi um velheppnaðan málflutning. Það er jafnvel litið á þetta sem sérstaka hæfileika hjá viðkomandi sem muni koma góðum notum fyrir hann í framtíðinni og þá ekki síst í stjórnmálum. Þá er talað, með vissri virðingu um að sá hinn sami sé óskaplega mælskur. Rökræða þarfnast ögunar, íhugunar og ekki síst virðingar fyrir skoðunum viðmælandans. Það andrúmsloft hugaræsings og slagorða sem einkennir kappræður býður ekki alltaf upp á rökræðu sem stendur undir nafni. Menn stunda kappræðuna ekki síst vegna þess skemmtanagildis sem hún hefur. Skemmtun sem þó hefur greinilega farið algjörlega úr böndum eins og nýleg dæmi sýna og breyst í einhverskonar grófa búrleskuhátíð. En gróf, meiðandi skemmtiatriði eiga ekkert skylt við þá mælsku og rökræðu sem Morfískeppnin kennir sig við. Þó að velheppnaðar kappræður geti verið skemmtilegar og jafnvel hressandi þá eru þær alls ekki ákjósanlegar þegar ræða á hlutina af alvöru og einlægni. Getur verið að Morfískeppnin endurspegli og viðhaldi í leiðinni slæmri umræðuhefð hér á landi? Ýmsir hafa haldið því fram að við Íslendingar séum ekki leikin í samræðukúnst og höldum okkur um of við umrætt kappræðuform þar sem hlustun, ögun og ígrundun er víðsfjarri. Kannski má segja að kappræðurnar séu hin forna og nýja bardagakúnst Íslendinga. Einhverskonar atgeir þjóðarinnar. Aðferð sem er slæm að því leyti að hún er oftar en ekki óheiðarleg. Hún byggir að hluta á klækjum og óbilgirni og er þess vegna slæm þegar þarf að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Skynsamleg niðurstaða er ákjósanlegasta útkoman úr samræðum fólks. Því er ekki meiri rækt lögð við skynsamlegt samtal og rökræður sem standa undir nafni í ræðukeppni íslenskra framhaldsskólanema? Er það vegna þess eins og áður segir, að keppnin endurspeglar einfaldlega þær umræðuhefðir sem enn eru teknar sem góðar og gildar í samfélaginu og þykja því góður undirbúningur fyrir nemendur? Er kannski skynsamleg og öguð samræða álitin of leiðinleg í samburði við það stuð að leggja andstæðinginn að velli. Höfum við tíma fyrir langdregið rökræðugauf og slíkt föndur? Það má spyrja hvort Morfískeppnin sé að rækta gagnrýna hugsun og lýðræðislega orðræðu íslenskra framhaldsskólanema, eða er það kannski ekki markmiðið?
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun