Óverðtryggð eða verðtryggð lán? Sigríður Hrund Guðmundsdóttir skrifar 5. febrúar 2014 10:39 Ein mikilvægasta ákvörðun margra á lífsleiðinni er kaup á íbúðarhúsnæði. Grundvallarbreytingar á því lánakerfi sem í boði er leiða af sér mikla óvissu sem gerir þessa ákvörðun töluvert snúna. Hvað gerist nú þegar nefnd um afnám verðtryggingar hefur skilað sínum tillögum? Sjálfsagt mun óvissan setja íbúðarkaup margra á ís um sinn. Hvaða áhrif mun þessi óvissa hafa t.d. á fasteignaverð? Ef löng verðtryggð lán heyra sögunni til þá munu eflaust eignir með slíkum lánum áhvílandi verða vinsælar til yfirtöku á næstu misserum. Minni eignir ættu að seljast nokkuð hratt en hætt er við að stóru eignirnar sitji eftir. Ástæðan er sú að það verður mun erfiðara fyrir lántakendur að standast greiðslumat vegna óverðtryggðra lána.Greiðslubyrði Lánveitendur vilja fá endurgreitt, sem er eðlilegt. Þeir vilja fá vexti og þar að auki hámarka líkurnar á að höfuðstóllinn haldi í við verðlag. Þess vegna munu bankar og aðrir lánveitendur, að öllu óbreyttu, hækka vexti á óverðtryggðum lánum ef verðbólgan eykst. Það er jú endurskoðunarákvæði í flestum lánasamningum á nokkurra ára fresti. Greiðslubyrðin yrði þá mun þyngri á óverðtryggðu lánunum til að byrja með í samanburði við verðtryggðu lánin. Aftur á móti sér fólk höfuðstólinn lækka hraðar á óverðtryggðu lánunum því það borgar lánin hraðar niður. Það er að segja, ef það stenst greiðslumat og fær lán yfirhöfuð.Óverðtryggt vs. verðtryggt Vextir eru háir á Íslandi, bæði verðtryggðir og óverðtryggðir. Margir hafa bent á að vextir þurfi að lækka svo lántakar standi undir endurgreiðslum af íbúðarlánum til lengri tíma. Það gæti hæglega gerst ef verðtryggð lán heyra sögunni til.Lægri vextir Ef greiðslubyrði íbúðarlána þyngist almennt, þá má gera ráð fyrir að greiðslugeta verði ekki til staðar eða a.m.k. mun minni en áður. Markaðurinn þarf því að ná nýju jafnvægi, sem getur annars vegar átt sér stað með lækkun á fasteignaverði eða hins vegar með lægri vöxtum. Þar sem verð á íbúðarhúsnæði lækkar treglega, þá er ólíklegt að jafnvægi náist þannig nema á mjög löngum tíma. Hinn möguleikinn er að Seðlabankinn beiti sér og lækki vexti. Sú vaxtalækkun gæti átt sér stað á tiltölulega stuttum tíma ef aðstæður og vilji eru fyrir hendi. Þar af leiðandi er mun líklegra að lægra vaxtastig leiði til nýs jafnvægis á markaði með íbúðarhúsnæði, fremur en lægra fasteignaverð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Ein mikilvægasta ákvörðun margra á lífsleiðinni er kaup á íbúðarhúsnæði. Grundvallarbreytingar á því lánakerfi sem í boði er leiða af sér mikla óvissu sem gerir þessa ákvörðun töluvert snúna. Hvað gerist nú þegar nefnd um afnám verðtryggingar hefur skilað sínum tillögum? Sjálfsagt mun óvissan setja íbúðarkaup margra á ís um sinn. Hvaða áhrif mun þessi óvissa hafa t.d. á fasteignaverð? Ef löng verðtryggð lán heyra sögunni til þá munu eflaust eignir með slíkum lánum áhvílandi verða vinsælar til yfirtöku á næstu misserum. Minni eignir ættu að seljast nokkuð hratt en hætt er við að stóru eignirnar sitji eftir. Ástæðan er sú að það verður mun erfiðara fyrir lántakendur að standast greiðslumat vegna óverðtryggðra lána.Greiðslubyrði Lánveitendur vilja fá endurgreitt, sem er eðlilegt. Þeir vilja fá vexti og þar að auki hámarka líkurnar á að höfuðstóllinn haldi í við verðlag. Þess vegna munu bankar og aðrir lánveitendur, að öllu óbreyttu, hækka vexti á óverðtryggðum lánum ef verðbólgan eykst. Það er jú endurskoðunarákvæði í flestum lánasamningum á nokkurra ára fresti. Greiðslubyrðin yrði þá mun þyngri á óverðtryggðu lánunum til að byrja með í samanburði við verðtryggðu lánin. Aftur á móti sér fólk höfuðstólinn lækka hraðar á óverðtryggðu lánunum því það borgar lánin hraðar niður. Það er að segja, ef það stenst greiðslumat og fær lán yfirhöfuð.Óverðtryggt vs. verðtryggt Vextir eru háir á Íslandi, bæði verðtryggðir og óverðtryggðir. Margir hafa bent á að vextir þurfi að lækka svo lántakar standi undir endurgreiðslum af íbúðarlánum til lengri tíma. Það gæti hæglega gerst ef verðtryggð lán heyra sögunni til.Lægri vextir Ef greiðslubyrði íbúðarlána þyngist almennt, þá má gera ráð fyrir að greiðslugeta verði ekki til staðar eða a.m.k. mun minni en áður. Markaðurinn þarf því að ná nýju jafnvægi, sem getur annars vegar átt sér stað með lækkun á fasteignaverði eða hins vegar með lægri vöxtum. Þar sem verð á íbúðarhúsnæði lækkar treglega, þá er ólíklegt að jafnvægi náist þannig nema á mjög löngum tíma. Hinn möguleikinn er að Seðlabankinn beiti sér og lækki vexti. Sú vaxtalækkun gæti átt sér stað á tiltölulega stuttum tíma ef aðstæður og vilji eru fyrir hendi. Þar af leiðandi er mun líklegra að lægra vaxtastig leiði til nýs jafnvægis á markaði með íbúðarhúsnæði, fremur en lægra fasteignaverð.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar