Óverðtryggð eða verðtryggð lán? Sigríður Hrund Guðmundsdóttir skrifar 5. febrúar 2014 10:39 Ein mikilvægasta ákvörðun margra á lífsleiðinni er kaup á íbúðarhúsnæði. Grundvallarbreytingar á því lánakerfi sem í boði er leiða af sér mikla óvissu sem gerir þessa ákvörðun töluvert snúna. Hvað gerist nú þegar nefnd um afnám verðtryggingar hefur skilað sínum tillögum? Sjálfsagt mun óvissan setja íbúðarkaup margra á ís um sinn. Hvaða áhrif mun þessi óvissa hafa t.d. á fasteignaverð? Ef löng verðtryggð lán heyra sögunni til þá munu eflaust eignir með slíkum lánum áhvílandi verða vinsælar til yfirtöku á næstu misserum. Minni eignir ættu að seljast nokkuð hratt en hætt er við að stóru eignirnar sitji eftir. Ástæðan er sú að það verður mun erfiðara fyrir lántakendur að standast greiðslumat vegna óverðtryggðra lána.Greiðslubyrði Lánveitendur vilja fá endurgreitt, sem er eðlilegt. Þeir vilja fá vexti og þar að auki hámarka líkurnar á að höfuðstóllinn haldi í við verðlag. Þess vegna munu bankar og aðrir lánveitendur, að öllu óbreyttu, hækka vexti á óverðtryggðum lánum ef verðbólgan eykst. Það er jú endurskoðunarákvæði í flestum lánasamningum á nokkurra ára fresti. Greiðslubyrðin yrði þá mun þyngri á óverðtryggðu lánunum til að byrja með í samanburði við verðtryggðu lánin. Aftur á móti sér fólk höfuðstólinn lækka hraðar á óverðtryggðu lánunum því það borgar lánin hraðar niður. Það er að segja, ef það stenst greiðslumat og fær lán yfirhöfuð.Óverðtryggt vs. verðtryggt Vextir eru háir á Íslandi, bæði verðtryggðir og óverðtryggðir. Margir hafa bent á að vextir þurfi að lækka svo lántakar standi undir endurgreiðslum af íbúðarlánum til lengri tíma. Það gæti hæglega gerst ef verðtryggð lán heyra sögunni til.Lægri vextir Ef greiðslubyrði íbúðarlána þyngist almennt, þá má gera ráð fyrir að greiðslugeta verði ekki til staðar eða a.m.k. mun minni en áður. Markaðurinn þarf því að ná nýju jafnvægi, sem getur annars vegar átt sér stað með lækkun á fasteignaverði eða hins vegar með lægri vöxtum. Þar sem verð á íbúðarhúsnæði lækkar treglega, þá er ólíklegt að jafnvægi náist þannig nema á mjög löngum tíma. Hinn möguleikinn er að Seðlabankinn beiti sér og lækki vexti. Sú vaxtalækkun gæti átt sér stað á tiltölulega stuttum tíma ef aðstæður og vilji eru fyrir hendi. Þar af leiðandi er mun líklegra að lægra vaxtastig leiði til nýs jafnvægis á markaði með íbúðarhúsnæði, fremur en lægra fasteignaverð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ein mikilvægasta ákvörðun margra á lífsleiðinni er kaup á íbúðarhúsnæði. Grundvallarbreytingar á því lánakerfi sem í boði er leiða af sér mikla óvissu sem gerir þessa ákvörðun töluvert snúna. Hvað gerist nú þegar nefnd um afnám verðtryggingar hefur skilað sínum tillögum? Sjálfsagt mun óvissan setja íbúðarkaup margra á ís um sinn. Hvaða áhrif mun þessi óvissa hafa t.d. á fasteignaverð? Ef löng verðtryggð lán heyra sögunni til þá munu eflaust eignir með slíkum lánum áhvílandi verða vinsælar til yfirtöku á næstu misserum. Minni eignir ættu að seljast nokkuð hratt en hætt er við að stóru eignirnar sitji eftir. Ástæðan er sú að það verður mun erfiðara fyrir lántakendur að standast greiðslumat vegna óverðtryggðra lána.Greiðslubyrði Lánveitendur vilja fá endurgreitt, sem er eðlilegt. Þeir vilja fá vexti og þar að auki hámarka líkurnar á að höfuðstóllinn haldi í við verðlag. Þess vegna munu bankar og aðrir lánveitendur, að öllu óbreyttu, hækka vexti á óverðtryggðum lánum ef verðbólgan eykst. Það er jú endurskoðunarákvæði í flestum lánasamningum á nokkurra ára fresti. Greiðslubyrðin yrði þá mun þyngri á óverðtryggðu lánunum til að byrja með í samanburði við verðtryggðu lánin. Aftur á móti sér fólk höfuðstólinn lækka hraðar á óverðtryggðu lánunum því það borgar lánin hraðar niður. Það er að segja, ef það stenst greiðslumat og fær lán yfirhöfuð.Óverðtryggt vs. verðtryggt Vextir eru háir á Íslandi, bæði verðtryggðir og óverðtryggðir. Margir hafa bent á að vextir þurfi að lækka svo lántakar standi undir endurgreiðslum af íbúðarlánum til lengri tíma. Það gæti hæglega gerst ef verðtryggð lán heyra sögunni til.Lægri vextir Ef greiðslubyrði íbúðarlána þyngist almennt, þá má gera ráð fyrir að greiðslugeta verði ekki til staðar eða a.m.k. mun minni en áður. Markaðurinn þarf því að ná nýju jafnvægi, sem getur annars vegar átt sér stað með lækkun á fasteignaverði eða hins vegar með lægri vöxtum. Þar sem verð á íbúðarhúsnæði lækkar treglega, þá er ólíklegt að jafnvægi náist þannig nema á mjög löngum tíma. Hinn möguleikinn er að Seðlabankinn beiti sér og lækki vexti. Sú vaxtalækkun gæti átt sér stað á tiltölulega stuttum tíma ef aðstæður og vilji eru fyrir hendi. Þar af leiðandi er mun líklegra að lægra vaxtastig leiði til nýs jafnvægis á markaði með íbúðarhúsnæði, fremur en lægra fasteignaverð.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun