Lífið

Lestu þetta ef þú ert skapandi snillingur

Ellý Ármanns skrifar
Auður Alfa Ólafsdóttir.
Auður Alfa Ólafsdóttir.
Hönnunarkeppni GreenQloud var sett í gang á dögunum. Keppnin gengur út á það að þátttakendur hanna sýningarbás sem GreenQloud mun koma til með að nota á ráðstefnum sínum um allan heim, yfir eins árs tímabil. GreenQloud leitast við að vinna með listamönnum og tengja starfsemi fyrirtækisins við sköpun og menningu og er Hönnunarkeppni GreenQloud fyrsta skrefið að því.

„Tilgangur keppninnar er að vekja eftirtekt og áhuga á GreenQloud á ráðstefnum erlendis ásamt því að stuðla að samstarfi milli GreenQloud og ungra listamanna á Íslandi og gefa þeim tækifæri á að sýna verk sín og koma sér áfram. Við erum stolt af hugmyndaauðgi og sköpunargleði Íslendinga og viljum þess vegna tengja þjónustu okkar við menningu og sköpun Íslands eins og við getum," segir Auður Alfa Ólafsdóttir markaðsfulltrúi spurð um keppnina.

„GreenQloud mun veita ráðgjöf við allt sem tengist vörumerkinu, fyrirtækinu og þeim markaði sem það er á til að þátttakendur geti tengt hugmyndir sínar sem best við þarfir fyrirtækisins,“ segir hún jafnframt.

Verðlaunin eru ekki af verri endanum en fyrstu verðlaun eru 200.000 krónur í reiðufé, AR Drone fjögurra hreyfla þyrla með háskerpu myndavél frá EasyStuff ásamt árs aðgangi að þjónustum GreenQloud. Önnur verðlaun eru 100.000 krónur, Parrot heyrnatól frá EasyStuff og aðgangur að GreenQloud til 6 mánaða og þriðju verðlaun eru 50.000 krónur í reiðufé, 30.000 króna gjafabréf hjá GreenQloud og aðgangur að GreenQloud til 6 mánaða.

Skilafrestur á hugmyndum er 27. febrúar en áhugamenn og keppendur geta leitað sér upplýsinga um keppnina hér ásamt því að leita að viðburðinum á facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.