Tillögur verðtryggingarnefndar bæta ekki hag eins né neins Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2014 12:05 Gylfi Magnússon prófessor í hagfræði og fyrrverandi ráðherra segir tillögur verðtryggingarnefndar litlu breyta en flækja lánamálin nokkuð. Hann hefur enga trú á að verðtrygging verði afnumin eftir tvö ár. Gylfi Magnússon prófessor í hagfræði og fyrrverandi ráðherra segir erfitt að sjá að tillögur verðtryggingarnefndar bæti hag eins né neins. Fjallið hafi tekið jóðsótt og fæðst mús. Hann hefur litla trú á því að verðtrygging verði að fullu afnumin eftir tvö ár. Nefnd forsætisráðherra um afnám verðtryggingar skilaði niðurstöðum sínum í gær, þar sem gert er ráð fyrir verðtryggð jafngreiðslulán til 40 ára verði bönnuð og hámarks lánstími slíkra lána verði 25 ár og slík verðtrygging verði ekki heimiluð á lánum til skemmri tíma en tíu ára. Gylfi Magnússon prófessor í hagfræði og fyrrverandi ráðherra segir þetta ekki breyta miklu. „Ég á nú mjög mjög bágt með að sjá að það sé nokkuð í þessu sem bætir hag eins né neins. Það helsta í þessu er að skammtíma verðtryggð lán eru bönnuð, þ.e.a.s. að lágmarks lánstíminn er lengdur upp í tíu ár. Það kemur þá fyrst og fremst niður á þeim sem hefðu viljað taka verðtryggð bílalán,“ segir Gylfi. Það sé erfitt að sjá að þetta breyti hag nokkurs manns. Það megi segja að fjallið hafi tekið jóðsótt og fæðst hafi mús. „Já, það má eiginlega lýsa því þannig. Þetta er nánast ekkert skref í neina átt,“ segir Gylfi. Hann telji að margir þeirra sem talað hafi djarflega um afnám verðtryggingarinnar hafi haldið að eitthvað allt annað myndi gerast en tillögur nefndarinnar ganga út á. Þær muni einnig flækja lánamálin í landinu að einhverju leyti. „Án þess að það bæti neitt, hvorki hag lántakenda né hagstjórn,“ segir Gylfi.Hefur þú trú á því að seinni hlutinn í tillögunni sem gengur út á það að verðtrygging verði afnumin með öllu upp úr 2016 nái fram að ganga?„Nei, það finnst mér afar ólíklegt. Það þarf eitthvað róttækt að gerast til að það verði niðurstaðan. Væntanlega verður verðtryggingin aldrei afnumin að fullu en hún verður vonandi einhvern tíma orðin ónauðsynleg vegna þess að við höfum náð þeim stöðugleika sem þarf til þess að óverðtryggð langtímalán verði raunhæfur kostur,“ sagði Gylfi Magnússon. Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Gylfi Magnússon prófessor í hagfræði og fyrrverandi ráðherra segir erfitt að sjá að tillögur verðtryggingarnefndar bæti hag eins né neins. Fjallið hafi tekið jóðsótt og fæðst mús. Hann hefur litla trú á því að verðtrygging verði að fullu afnumin eftir tvö ár. Nefnd forsætisráðherra um afnám verðtryggingar skilaði niðurstöðum sínum í gær, þar sem gert er ráð fyrir verðtryggð jafngreiðslulán til 40 ára verði bönnuð og hámarks lánstími slíkra lána verði 25 ár og slík verðtrygging verði ekki heimiluð á lánum til skemmri tíma en tíu ára. Gylfi Magnússon prófessor í hagfræði og fyrrverandi ráðherra segir þetta ekki breyta miklu. „Ég á nú mjög mjög bágt með að sjá að það sé nokkuð í þessu sem bætir hag eins né neins. Það helsta í þessu er að skammtíma verðtryggð lán eru bönnuð, þ.e.a.s. að lágmarks lánstíminn er lengdur upp í tíu ár. Það kemur þá fyrst og fremst niður á þeim sem hefðu viljað taka verðtryggð bílalán,“ segir Gylfi. Það sé erfitt að sjá að þetta breyti hag nokkurs manns. Það megi segja að fjallið hafi tekið jóðsótt og fæðst hafi mús. „Já, það má eiginlega lýsa því þannig. Þetta er nánast ekkert skref í neina átt,“ segir Gylfi. Hann telji að margir þeirra sem talað hafi djarflega um afnám verðtryggingarinnar hafi haldið að eitthvað allt annað myndi gerast en tillögur nefndarinnar ganga út á. Þær muni einnig flækja lánamálin í landinu að einhverju leyti. „Án þess að það bæti neitt, hvorki hag lántakenda né hagstjórn,“ segir Gylfi.Hefur þú trú á því að seinni hlutinn í tillögunni sem gengur út á það að verðtrygging verði afnumin með öllu upp úr 2016 nái fram að ganga?„Nei, það finnst mér afar ólíklegt. Það þarf eitthvað róttækt að gerast til að það verði niðurstaðan. Væntanlega verður verðtryggingin aldrei afnumin að fullu en hún verður vonandi einhvern tíma orðin ónauðsynleg vegna þess að við höfum náð þeim stöðugleika sem þarf til þess að óverðtryggð langtímalán verði raunhæfur kostur,“ sagði Gylfi Magnússon.
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira