Sjónvörp seljast sem heitar lummur í Eyjum Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2014 12:13 Eyjamenn láta ekki bjóða sér hvað sem er og kaupa sér almennileg sjónvörp -- í stórum stíl. Smásala gekk ekki mjög vel yfir jólin. Opinberar tölur segja til um að smásalan hafi dregist saman um tæp tíu prósent sé miðað við í fyrra. Þetta er samkvæmt upplýsingum frá Nýherja. Nema, í Eyjum. Þar voru menn duglegir við að fá sér góðar græjur. „Jújú, það gekk ljómandi vel. Við kvörtum ekki,“ segir Pétur Jóhannsson verslunarstjóri í Geisla, raftækjaverslun í Eyjum. Hann segist ekki vera með neinar tölur fyrirliggjandi en það sé rétt, Eyjamenn hafi ekki skorið við nögl þegar þeir fengu sér til að mynda ný sjónvörp – sem þykja góður barómeter á efnahagsástand afmarkaðra svæða. „Dýrasta og flottasta? Ég segi það ekki, en, jú, við erum með gott úrval og breiða línu. Við höfum verið að selja mikið af dýrari tækjum líka,“ segir Pétur og er kátur. „Spurning hvað maður kallar dýr tæki. Það er matsatriði. Sumum finnst þessi tæki dýr og öðrum ekki. Jújú, þetta eru tæki í dýrari kantinum.“ Pétur segir að atvinnustig sé gott í Eyjum og þar sé stór hópur, bæði sjómenn og landverkafólk, sem er hátekjufólk.Eyjólfur Jóhannsson er innkaupa- og sölustjóri Sony-sjónvarpstækja hjá Nýherja. Geisli tekur meðal annars vörur frá Nýherja og Eyjólfur segir það rétt, Eyjamönnum hafi gengið vel og komið betur út en flest önnur svæði landsins – spurður hvort Eyjamenn hafi verið grimmastir í að kaupa sér sjónvarpstæki. Dýrustu sjónvörp í almennri sölu hjá Sony eru rétt um tæp milljón króna en þar er verið að tala um 4K, næsta kynslóð sjónvarpa. „Við munum sjá meira af þeim á næstu árum. Svo eru náttúrlega hagstæð gæðatæki frá 150 þúsundum, sem gera allt sem menn biðja þau um. Eyjamönnum gekk mjög vel í því sem kallað eru „brún tæki“, hljóð og mynd (hvít tæki teljast þvottavélar, þurrkarar, ísskápar og frystiskápar) - þetta er smekkfólk, Vestmannaeyingar.“ Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Smásala gekk ekki mjög vel yfir jólin. Opinberar tölur segja til um að smásalan hafi dregist saman um tæp tíu prósent sé miðað við í fyrra. Þetta er samkvæmt upplýsingum frá Nýherja. Nema, í Eyjum. Þar voru menn duglegir við að fá sér góðar græjur. „Jújú, það gekk ljómandi vel. Við kvörtum ekki,“ segir Pétur Jóhannsson verslunarstjóri í Geisla, raftækjaverslun í Eyjum. Hann segist ekki vera með neinar tölur fyrirliggjandi en það sé rétt, Eyjamenn hafi ekki skorið við nögl þegar þeir fengu sér til að mynda ný sjónvörp – sem þykja góður barómeter á efnahagsástand afmarkaðra svæða. „Dýrasta og flottasta? Ég segi það ekki, en, jú, við erum með gott úrval og breiða línu. Við höfum verið að selja mikið af dýrari tækjum líka,“ segir Pétur og er kátur. „Spurning hvað maður kallar dýr tæki. Það er matsatriði. Sumum finnst þessi tæki dýr og öðrum ekki. Jújú, þetta eru tæki í dýrari kantinum.“ Pétur segir að atvinnustig sé gott í Eyjum og þar sé stór hópur, bæði sjómenn og landverkafólk, sem er hátekjufólk.Eyjólfur Jóhannsson er innkaupa- og sölustjóri Sony-sjónvarpstækja hjá Nýherja. Geisli tekur meðal annars vörur frá Nýherja og Eyjólfur segir það rétt, Eyjamönnum hafi gengið vel og komið betur út en flest önnur svæði landsins – spurður hvort Eyjamenn hafi verið grimmastir í að kaupa sér sjónvarpstæki. Dýrustu sjónvörp í almennri sölu hjá Sony eru rétt um tæp milljón króna en þar er verið að tala um 4K, næsta kynslóð sjónvarpa. „Við munum sjá meira af þeim á næstu árum. Svo eru náttúrlega hagstæð gæðatæki frá 150 þúsundum, sem gera allt sem menn biðja þau um. Eyjamönnum gekk mjög vel í því sem kallað eru „brún tæki“, hljóð og mynd (hvít tæki teljast þvottavélar, þurrkarar, ísskápar og frystiskápar) - þetta er smekkfólk, Vestmannaeyingar.“
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira