Erlent

Leita að Íslending í Noregi

Ekkert hefur spurst til Jóns síðan á fimmtudag.
Ekkert hefur spurst til Jóns síðan á fimmtudag. mynd/NRK
Víðtæk leit stendur nú yfir í Stokmarknes í Noregi þar sem leitað er að íslenskum karlmanni en ekkert hefur spurst til hans síðan á fimmtudag.

Maðurinn heitir Jón Gunnar Þórisson og er 67 ára gamall. Hann hefur verið búsettur í Noregi í mörg ár, að því er fram kemur á fréttavef NRK.



Norska lögreglan fékk tilkynningu um að maðurinn væri týndur á fimmtudag en þá hafði fjölskylda Jóns Gunnars samband og tilkynnti að ekkert hafði til hans spurst síðan um klukkkan þrjú á miðvikudag, þegar hann var staddur í bókasafninu í Stokmarknes. Lögregla og leitarhundar hófu leit samdægurs án árangurs og í gær var leitað í sjó og úr lofti.



Lögreglan hefur beint þeim tilmælum til íbúa á svæðinu að vera á varðbergi og fylgjast með í kringum hús sín. Leit verður haldið áfram í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×