Innlent

Bjarni Guðmundsson sækir um stöðu útvarpsstjóra

Bjarni Guðmundsson hefur sótt formlega um starf útvarpsstjóra.
Bjarni Guðmundsson hefur sótt formlega um starf útvarpsstjóra. Vísir/GVA
Bjarni Guðmundsson, sitjandi útvarpsstjóri, hefur sent inn formlega umsókn um starf útvarpsstjóra. Þetta kemur fram í tölvupósti sem hann sendi starfsfólki Ríkisútvarpssins fyrir stuttu.

Bjarni tók við starfinu þegar Páll Magnússon lét af störfum. Hann hefur starfað hjá Ríkisútvarpinu um árabil. Hér að neðan má lesa tölvuskeytið sem Bjarni sendi starfsfólki RÚV:

Ég vil upplýsa ykkur um það að ég sótti um starf útvarpsstjóra. Starfið býður upp á mikla möguleika, það er spennandi og í því felast margar áskoranir. Ég hef mikla þekkingu og reynslu á þessum starfsvettvangi þar sem ég hef lengst af starfað við fjölmiðla.

Að baki umsókninni býr brennandi áhugi á að takast á við krefjandi verkefni í fjölmiðlaumhverfi sem er í senn fjölbreytt, kröfuhart og síbreytilegt. Ég er sannfærður um að fyrri reynsla, þekking og mikill persónulegur áhugi gagnist í að gera gera gott almannaútvarp enn betra. Því markmiði verður hins vegar ekki náð nema það takist að virkja starfsmenn. Sem betur fer býr Ríkisútvarpið yfir miklum og góðum mannauði sem leggur sig fram um að þjóna kröfuhörðum almenningi af alúð og fagmennsku. Ég hef verið virkur hluti af þessari öflugu liðsheild síðustu 16 ár og hugur minn stendur til þess að halda áfram að starfa með ykkur og þá vonandi í nýju hlutverki.

Með bestu kveðju,

Bjarni Guðmundsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×