Hæsti vöxtur kortaveltu frá 2011 Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2014 11:57 vísir/Getty „Dágóður vöxtur virðist hafa verið í einkaneyslu á síðasta fjórðungi nýliðins árs, ef marka má kortaveltutölur,“ segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. Þá hefur vöxtur kortaveltu ekki verið jafn hraður og á nýliðnum ársfjórðungi síðan á fjórða ársfjórðungi 2011. Vöxturinn breytir heildarmyndinni fyrir 2013 töluvert.Á 4. ársfjórðungi í heild óx kortavelta að raungildi um 4,2% frá fyrra ári. Þar af var vöxtur erlendu kortaveltunnar 13,4% en innlend kortavelta óx um 3,2%. Eins og áður segir er þetta hraðasti raunvöxtur kortaveltu síðan á 4. ársfjórðungi 2011, en þá var hann 5,7%. Raunvöxtur kortaveltu í desember nam 7,5 prósentum á milli ára og innanlands jókst veltan um 6,7 prósent að raungildi. Kortavelta erlendis óx hinsvegar um 16,6 prósent. Mikil velta í jólamánuðinum er árviss, en engin einhlýt skýring er á þessum fjörkipp. „Hugsanlegt er að skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem kynntar voru í nóvemberlok, hafi hleypt auknu lífi í innkaup landsmanna fyrir þessi jól.“ Á tímabilinu drógust bílakaup talsvert saman, en þau voru lífleg á síðasta ársfjórðungi 2012 og áttu stóran þátt í að skýra að vöxtur einkaneyslunnar þá var umfram vöxt kortaveltu. „Að teknu tilliti til þessa gerum við ráð fyrir að einkaneysla hafi vaxið um 2,5% – 3,0% að raunvirði á 4. ársfjórðungi 2013 frá sama tíma árið áður,“ segir í Morgunkorninu. Þessar nýju kortatölur styrkja Seðlabankann væntanlega í þeirri skoðun að hagkerfið sé að taka við sér. Í nóvember spáði bankinn 1,9 prósent vexti einkaneyslu á árinu 2013 og eru kortatölurnar í samræmi við það. „Það kemur svo í ljós með kortaveltutölum næstu mánaða hvort innstæða var fyrir aukinni neyslugleði landans í jólamánuðinum, eða hvort heimilin þurfa að herða beltin fastar að nýju á þorranum og góunni.“ Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
„Dágóður vöxtur virðist hafa verið í einkaneyslu á síðasta fjórðungi nýliðins árs, ef marka má kortaveltutölur,“ segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. Þá hefur vöxtur kortaveltu ekki verið jafn hraður og á nýliðnum ársfjórðungi síðan á fjórða ársfjórðungi 2011. Vöxturinn breytir heildarmyndinni fyrir 2013 töluvert.Á 4. ársfjórðungi í heild óx kortavelta að raungildi um 4,2% frá fyrra ári. Þar af var vöxtur erlendu kortaveltunnar 13,4% en innlend kortavelta óx um 3,2%. Eins og áður segir er þetta hraðasti raunvöxtur kortaveltu síðan á 4. ársfjórðungi 2011, en þá var hann 5,7%. Raunvöxtur kortaveltu í desember nam 7,5 prósentum á milli ára og innanlands jókst veltan um 6,7 prósent að raungildi. Kortavelta erlendis óx hinsvegar um 16,6 prósent. Mikil velta í jólamánuðinum er árviss, en engin einhlýt skýring er á þessum fjörkipp. „Hugsanlegt er að skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem kynntar voru í nóvemberlok, hafi hleypt auknu lífi í innkaup landsmanna fyrir þessi jól.“ Á tímabilinu drógust bílakaup talsvert saman, en þau voru lífleg á síðasta ársfjórðungi 2012 og áttu stóran þátt í að skýra að vöxtur einkaneyslunnar þá var umfram vöxt kortaveltu. „Að teknu tilliti til þessa gerum við ráð fyrir að einkaneysla hafi vaxið um 2,5% – 3,0% að raunvirði á 4. ársfjórðungi 2013 frá sama tíma árið áður,“ segir í Morgunkorninu. Þessar nýju kortatölur styrkja Seðlabankann væntanlega í þeirri skoðun að hagkerfið sé að taka við sér. Í nóvember spáði bankinn 1,9 prósent vexti einkaneyslu á árinu 2013 og eru kortatölurnar í samræmi við það. „Það kemur svo í ljós með kortaveltutölum næstu mánaða hvort innstæða var fyrir aukinni neyslugleði landans í jólamánuðinum, eða hvort heimilin þurfa að herða beltin fastar að nýju á þorranum og góunni.“
Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira