Viðskipti innlent

40 verkefni tilnefnd til nýsköpunarverðlauna

Haraldur Guðmundsson skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun opna ráðstefnuna föstudaginn 24. janúar næstkomandi.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun opna ráðstefnuna föstudaginn 24. janúar næstkomandi. Vísir/GVA
Nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða afhent í þriðja sinn 24. janúar næstkomandi á Grand Hótel Reykjavík. Yfir fjörutíu verkefni voru tilnefnd til verðlaunanna í ár.

Afhending verðlaunanna fer fram á ráðstefnu um nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Hún er haldin í tengslum við verðlaunaafhendinguna og hefur yfirskriftina Skapandi opinber þjónusta: Stjórnun, skilvirkni, samstarf, viðurkenning".

Aðalfyrirlesari er Marga Pröhl framkvæmdastjóri European Institute of Public Administration, EIPA. sem ræðir aðferðir til að styðja við og styrkja nýsköpun í opinbera geiranum.

Frá þessu er greint á vef Fjármálaráðuneytisins






Fleiri fréttir

Sjá meira


×