7 ástæður til að sleppa svindlmáltíðum 16. janúar 2014 22:30 mynd/betrinæring.is Að halda því fram að það sé að einhverju leyti til góðs að úða í sig skaðlegum matvælum sem innihalda sykur, unnið korn eða transfitusýrur, er glórulaust að mati Kristjáni Má Gunnarssyni sem heldur úti vefnum Betrinæring.is.1. Líkaminn nær ekki að aðlagast holla mataræðinu fyllilega Þegar mataræði þitt tekur harkalegum breytingum þá á ákveðin aðlögun sér stað í líkamsstarfseminni. Til dæmis, ef þú ert á lágkolvetna ketónsku mataræði (ketó) þá þarf líkami þinn að breyta ákveðnum hormónum og ýta undir framleiðslu ensíma til að geta nýtt fitu sem megin orkugjafa. Ef þú svindlar, munt þú koma í veg fyrir að líkaminn nái að aðlaga sig þessu breytta ferli. Líkaminn nær aldrei aðlögun. Að auki tekur smá tíma fyrir bragðskynið að aðlagast þegar þú hættir á hefðbundnu vestrænu mataræði og byrjar að borða hreinan, náttúrulegan mat. Ef þú hefur einhvern tímann verið á Paleo mataræði í langan tíma án þess að svindla þá hefur þú upplifað þetta. Með tímanum fer náttúrulegur matur að bragðast mun betur. Ef þú svindlar oft, þá mun bragðskyn þitt ekki aðlagast fullkomlega og þú munt ekki upplifa sömu ánægju af náttúrulegum mat.2. Ef þú gúffar í þig ruslfæði viðheldur það matarfíkninni Mín persónulega skoðun er sú að ruslmatur sé hreint og beint ávanabindandi. Vandinn virðist vera algengur og þeir sem eiga í vandræðum með matarfíkn og ofát, ættu líklega að halda sig frá þessum mat eins mikið og mögulegt er. Ef þú heldur áfram að fá þér eitthvað sem þú ert háður, þá ertu bara að viðhalda fíkninni. Í þessu tilfelli er reglan um að borða ,,allt í hófi” ekki góð hugmynd, þar sem það er nánast útilokað að halda sig við hana. Ef þig langar alltaf í ruslmat og ert alltaf að gefa eftir og leyfa þér smá ,,svindl” ertu í raun eingöngu að viðhalda lönguninni. Forðastu þessi matvæli algjörlega og með tímanum hverfur löngunin. Bindindi er það eina sem virkar til að halda niðri fíkn, punktur.3. Þú getur borðað allt of mikið Sumir geta gúffað í sig eins og enginn sé morgundagurinn og eyðilagt heila viku af megrun og hollri næringu með einu svindli. Ég er kannski frekar ýkt tilfelli, en eftir eitt tiltekið ofát reiknaði ég hitaeiningarnar sem ég hafði troðið mig, þær reyndust vera 5000. Það er tveggja daga virði af hitaeiningum fyrir fullorðinn maður og heil vika (eða tvær) af megrun farin í hundana.4. Líkur eru á að þú verðir með samviskubit Hefur þér einhvern tímann fundist þú uppblásinn, sakbitinn og vansæll eftir að hafa borðað ruslmat? Það er nokkuð algengt. Mér leið þannig, alltaf. Svindlið getur veitt þér einhverja ánægju á meðan á því stendur, en það er pottþétt að þér líður ekki vel eftir á.5. ,,Svindl” hraðar hvorki efnaskiptum né kemur í veg fyrir að hægi á henni Ef þú keppir í líkamsrækt og ert að skera þig niður fyrir sýningu, þá eru “hleðslur” líklegar til að koma í veg fyrir skaðleg áhrif megrunar yfir lengri tíma. En meira að segja í þessu tilviki, er betri hugmynd að velja hollan mat. Hins vegar erum við flest ekki að undirbúa okkur fyrir líkamsræktarsýningu eða fitnessmót og þurfum því ekki róttækar aðgerðir til að auka brennslu eða koma í veg fyrir sveltisástand, hvað sem það þýðir. Fyrir heilbrigt fólk sem vill halda áfram að vera heilbrigt eða missa svolitla þyngd, eru svindlmáltíðir í besta falli óþarfar og í versta falli skaðlegar. Ef þú hefur áhyggjur af að það hægi á brennslunni hjá þér á meðan þú ert í megrun skaltu lyfta lóðum. Rannsóknir sýna að lyftingar auka bæði brennslu og vöðvamassa.6. Ruslmatur er óhollur Ruslfæði er óhollt, sem er líklega ástæðan fyrir því að þú vilt borða minna af því. Að fá sér kjúkling eða pizzu með smá ís einu sinni í viku virðist ekki vera mikið mál í samanburði við að gúffa því í sig á hverjum einasta degi. En að borða þetta einu sinni í viku er samt augljóslega verra en að borða ekki neitt af því.7. Þessi viðbjóðslegu efni munu aldrei alveg yfirgefa líkamann Transfitusýrur, fræjaolíur og aukaefni - mörg þessara efna sitja lengi í líkamanum og það getur tekið langan tíma að losa sig algjörlega við þau. Ef þú heldur áfram að borða þessi efni reglulega munu þau aldrei ná að hreinsast algjörlega úr líkamanum. Að lokum Auðvitað er mismunandi hvað hentar fólki og margir ná góðum árangri þó svo að þeir “svindli” og fái sér eitthvað óhollt öðru hverju. Þetta virðist fara að miklu leyti eftir persónuleika fólks, en sjálfur náði ég aldrei árangri fyrr en ég tók ruslmatinn algjörlega úr fæðinu.Ráðin eru frá Betrinæring.is. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Að halda því fram að það sé að einhverju leyti til góðs að úða í sig skaðlegum matvælum sem innihalda sykur, unnið korn eða transfitusýrur, er glórulaust að mati Kristjáni Má Gunnarssyni sem heldur úti vefnum Betrinæring.is.1. Líkaminn nær ekki að aðlagast holla mataræðinu fyllilega Þegar mataræði þitt tekur harkalegum breytingum þá á ákveðin aðlögun sér stað í líkamsstarfseminni. Til dæmis, ef þú ert á lágkolvetna ketónsku mataræði (ketó) þá þarf líkami þinn að breyta ákveðnum hormónum og ýta undir framleiðslu ensíma til að geta nýtt fitu sem megin orkugjafa. Ef þú svindlar, munt þú koma í veg fyrir að líkaminn nái að aðlaga sig þessu breytta ferli. Líkaminn nær aldrei aðlögun. Að auki tekur smá tíma fyrir bragðskynið að aðlagast þegar þú hættir á hefðbundnu vestrænu mataræði og byrjar að borða hreinan, náttúrulegan mat. Ef þú hefur einhvern tímann verið á Paleo mataræði í langan tíma án þess að svindla þá hefur þú upplifað þetta. Með tímanum fer náttúrulegur matur að bragðast mun betur. Ef þú svindlar oft, þá mun bragðskyn þitt ekki aðlagast fullkomlega og þú munt ekki upplifa sömu ánægju af náttúrulegum mat.2. Ef þú gúffar í þig ruslfæði viðheldur það matarfíkninni Mín persónulega skoðun er sú að ruslmatur sé hreint og beint ávanabindandi. Vandinn virðist vera algengur og þeir sem eiga í vandræðum með matarfíkn og ofát, ættu líklega að halda sig frá þessum mat eins mikið og mögulegt er. Ef þú heldur áfram að fá þér eitthvað sem þú ert háður, þá ertu bara að viðhalda fíkninni. Í þessu tilfelli er reglan um að borða ,,allt í hófi” ekki góð hugmynd, þar sem það er nánast útilokað að halda sig við hana. Ef þig langar alltaf í ruslmat og ert alltaf að gefa eftir og leyfa þér smá ,,svindl” ertu í raun eingöngu að viðhalda lönguninni. Forðastu þessi matvæli algjörlega og með tímanum hverfur löngunin. Bindindi er það eina sem virkar til að halda niðri fíkn, punktur.3. Þú getur borðað allt of mikið Sumir geta gúffað í sig eins og enginn sé morgundagurinn og eyðilagt heila viku af megrun og hollri næringu með einu svindli. Ég er kannski frekar ýkt tilfelli, en eftir eitt tiltekið ofát reiknaði ég hitaeiningarnar sem ég hafði troðið mig, þær reyndust vera 5000. Það er tveggja daga virði af hitaeiningum fyrir fullorðinn maður og heil vika (eða tvær) af megrun farin í hundana.4. Líkur eru á að þú verðir með samviskubit Hefur þér einhvern tímann fundist þú uppblásinn, sakbitinn og vansæll eftir að hafa borðað ruslmat? Það er nokkuð algengt. Mér leið þannig, alltaf. Svindlið getur veitt þér einhverja ánægju á meðan á því stendur, en það er pottþétt að þér líður ekki vel eftir á.5. ,,Svindl” hraðar hvorki efnaskiptum né kemur í veg fyrir að hægi á henni Ef þú keppir í líkamsrækt og ert að skera þig niður fyrir sýningu, þá eru “hleðslur” líklegar til að koma í veg fyrir skaðleg áhrif megrunar yfir lengri tíma. En meira að segja í þessu tilviki, er betri hugmynd að velja hollan mat. Hins vegar erum við flest ekki að undirbúa okkur fyrir líkamsræktarsýningu eða fitnessmót og þurfum því ekki róttækar aðgerðir til að auka brennslu eða koma í veg fyrir sveltisástand, hvað sem það þýðir. Fyrir heilbrigt fólk sem vill halda áfram að vera heilbrigt eða missa svolitla þyngd, eru svindlmáltíðir í besta falli óþarfar og í versta falli skaðlegar. Ef þú hefur áhyggjur af að það hægi á brennslunni hjá þér á meðan þú ert í megrun skaltu lyfta lóðum. Rannsóknir sýna að lyftingar auka bæði brennslu og vöðvamassa.6. Ruslmatur er óhollur Ruslfæði er óhollt, sem er líklega ástæðan fyrir því að þú vilt borða minna af því. Að fá sér kjúkling eða pizzu með smá ís einu sinni í viku virðist ekki vera mikið mál í samanburði við að gúffa því í sig á hverjum einasta degi. En að borða þetta einu sinni í viku er samt augljóslega verra en að borða ekki neitt af því.7. Þessi viðbjóðslegu efni munu aldrei alveg yfirgefa líkamann Transfitusýrur, fræjaolíur og aukaefni - mörg þessara efna sitja lengi í líkamanum og það getur tekið langan tíma að losa sig algjörlega við þau. Ef þú heldur áfram að borða þessi efni reglulega munu þau aldrei ná að hreinsast algjörlega úr líkamanum. Að lokum Auðvitað er mismunandi hvað hentar fólki og margir ná góðum árangri þó svo að þeir “svindli” og fái sér eitthvað óhollt öðru hverju. Þetta virðist fara að miklu leyti eftir persónuleika fólks, en sjálfur náði ég aldrei árangri fyrr en ég tók ruslmatinn algjörlega úr fæðinu.Ráðin eru frá Betrinæring.is.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira