Angel Care veldur dauðsföllum: Svona tryggir þú öryggi barnsins þíns Hrund Þórsdóttir skrifar 18. janúar 2014 20:00 Margir foreldrar kannast við Angel Care tækið, sem vaktar andardrátt, hjartslátt og hreyfingar barna þegar þau sofa. Komið hefur í ljós að tækið getur skapað hengingarhættu sé rangt farið með það og hafa tvö bandarísk börn látið lífið vegna þessa. 600 þúsund tæki voru innkölluð ytra og hefur Neytendastofa nú vakið athygli átilkynningu VL heildverslunar, þar sem fram kemur að snúra úr skynjaraplötu sem sett er undir dýnu í barnarúmi geti valdið hengingarhættu nái barn taki á snúrunni. 17 mánaða íslensk stúlka komst nýlega í þessar aðstæður. „Við komum að henni þegar hún var búin að ná í snúruna sem er tengd við skynjaraplötuna sem er undir dýnunni og hún var búin að snúa henni utan um sig,“ segir Arnþór Birkisson, faðir stúlkunnar. Hann segir tilhugsunina um hvað hefði getað gerst mjög óþægilega. „Þegar maður fór að hugsa út í þetta í þessu samhengi, að hún var með snúruna og að börn hafa dáið vegna þessa; það var mjög óþægilegt.“ Hvernig getur fólk komið í veg fyrir að þessi tæki skapi hættu? „Með því fyrst og fremst að fara eftir leiðbeiningunum. Þar kemur skýrt fram að vefja skuli snúrunni í kringum rúmfótinn og tengja hana svo meðfram gólfinu og í móðurstöðina,“ segir Lára Sigurðardóttir, eigandi VL heildverslunar, sem er umboðsaðili Angel Care hér á landi. Einnig sé mikilvægt að ekki sé slaki á snúrunni og að móðurstöðin sé í minnst eins metra fjarlægð frá plötunni. Þá fæst nú ókeypis öryggishlíf. „Öryggishlífin mun fylgja öllum tækjum frá og með febrúar 2014 en fram að þeim tíma geta notendur tækisins sótt þessa öryggishlíf á alla sölustaði Angel Care á Íslandi,“ segir Lára. Með réttri notkun getur tækið komið í veg fyrir slys og Arnþór hyggst nota það áfram. „Þetta er mjög gott tæki sem býður upp á marga öryggiseiginleika sem er gott fyrir alla foreldra að hafa,“ segir hann. Tengdar fréttir Tvö börn látin af völdum mónitors Hengingarhætta getur skapast af tæki frá Angel Care. Fólk hvatt til að gæta varúðar. 17. janúar 2014 14:04 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Margir foreldrar kannast við Angel Care tækið, sem vaktar andardrátt, hjartslátt og hreyfingar barna þegar þau sofa. Komið hefur í ljós að tækið getur skapað hengingarhættu sé rangt farið með það og hafa tvö bandarísk börn látið lífið vegna þessa. 600 þúsund tæki voru innkölluð ytra og hefur Neytendastofa nú vakið athygli átilkynningu VL heildverslunar, þar sem fram kemur að snúra úr skynjaraplötu sem sett er undir dýnu í barnarúmi geti valdið hengingarhættu nái barn taki á snúrunni. 17 mánaða íslensk stúlka komst nýlega í þessar aðstæður. „Við komum að henni þegar hún var búin að ná í snúruna sem er tengd við skynjaraplötuna sem er undir dýnunni og hún var búin að snúa henni utan um sig,“ segir Arnþór Birkisson, faðir stúlkunnar. Hann segir tilhugsunina um hvað hefði getað gerst mjög óþægilega. „Þegar maður fór að hugsa út í þetta í þessu samhengi, að hún var með snúruna og að börn hafa dáið vegna þessa; það var mjög óþægilegt.“ Hvernig getur fólk komið í veg fyrir að þessi tæki skapi hættu? „Með því fyrst og fremst að fara eftir leiðbeiningunum. Þar kemur skýrt fram að vefja skuli snúrunni í kringum rúmfótinn og tengja hana svo meðfram gólfinu og í móðurstöðina,“ segir Lára Sigurðardóttir, eigandi VL heildverslunar, sem er umboðsaðili Angel Care hér á landi. Einnig sé mikilvægt að ekki sé slaki á snúrunni og að móðurstöðin sé í minnst eins metra fjarlægð frá plötunni. Þá fæst nú ókeypis öryggishlíf. „Öryggishlífin mun fylgja öllum tækjum frá og með febrúar 2014 en fram að þeim tíma geta notendur tækisins sótt þessa öryggishlíf á alla sölustaði Angel Care á Íslandi,“ segir Lára. Með réttri notkun getur tækið komið í veg fyrir slys og Arnþór hyggst nota það áfram. „Þetta er mjög gott tæki sem býður upp á marga öryggiseiginleika sem er gott fyrir alla foreldra að hafa,“ segir hann.
Tengdar fréttir Tvö börn látin af völdum mónitors Hengingarhætta getur skapast af tæki frá Angel Care. Fólk hvatt til að gæta varúðar. 17. janúar 2014 14:04 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Tvö börn látin af völdum mónitors Hengingarhætta getur skapast af tæki frá Angel Care. Fólk hvatt til að gæta varúðar. 17. janúar 2014 14:04
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent