Innlent

Hvernig tölum við um kynlíf?

Birta Björnsdóttir skrifar
Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir hefur haldið fjölda námskeiða fyrir börn og unglinga um kynlíf en fannst vanta að ná til foreldra um sama málaflokk.

Sigga Dögg er með námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands á næstunni fyrir forráðamenn barna 18 ára og yngri því það er aldrei og seint, né of snemmt, að ræða um kynlíf.

"Maður vill geta byrjað strax og haldið umræðunum áfram þar til barnið kemst á fullorðinsár," segir Sigga Dögg. "En þú talar auðvitað öðruvísi við sex ára barn um kynlíf en þú gerir við 13 ára barn."

Samtöl um kynlíf er nokkuð sem bæði foreldrar og börn kvíða oft á tíðum fyrir. Sigga Dögg segir mikilvægt að foreldrar miðli ekki reynslu úr sínu eigin kynlífi til barna sinna.

"En foreldrar þurfa að hefja samræðurnar. Það er ekki hægt að bíða eftir spurningunum, vði þurfum að byrja."

Viðtalið má sjá í heild sinni á meðfylgjandi myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×