Frosti segir frískuldamark hafa fæðst á fundi Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. janúar 2014 20:30 Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að 50 milljarða króna frískuldamark bankaskatts hafi orðið til á fundi nefndarinnar í desember eftir samskipti við starfsmenn fjármálaráðuneytisins. Ákvæði um 50 milljarðar frískuldamarkið, sem þýðir efnislega það sama og skattleysismörk, kom inn í frumvarp um tekjuhlið fjárlaga í desember. Bankaskattturinn greiðist af heildarskuldum banka- og fjármálafyrirtækja í slitameðferð. Frískuldamarkið þýðir að ekki er greiddur skattur af fyrstu 50 milljörðunum sem viðkomandi banki skuldar. Bankaskattur sem MP banki greiðir lækkaði um 78 prósent við breytinguna á frumvarpinu. Það hefur vakið upp spurningar vegna tengsla bankans við ríkisstjórnina. Í umsögn sem bárust efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis var lagt til að setja frískuldamark í lögin þar sem bankaskatturinn var of íþyngjandi fyrir smærri fjármálafyrirtæki og sparisjóði. Enginn virðist hins vegar vita hvernig 50 milljarða króna fjárhæðin var fundin út. „Ég veit ekkert hvernig talan er fundin út, þessir 50 milljarðar króna. Þetta kemur semsagt frá ráðuneytinu,“ sagði í Frosti í fréttum okkar í síðustu viku. Alltaf á forræði nefndarinnar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir þetta ekki rétt. Hins vegar hafi starfsmenn ráðuneytisins gefið álit á hvaða áhrif einstakar útfærslur hefðu fyrir tekjur ríkissjóðs. „Á þessu stigi málsins er þingmálið á forræði nefndarinnar og það kom ekkert frumkvæði frá fjármálaráðuneytinu að einstökum fjárhæðum í þessu efni,“ segir Bjarni.Finnst þér ekki orka tvímælis að þessi skattur komi svona vel út fyrir einn banka, MP banka, á sama tíma og margir núverandi og fyrrverandi starfsmenn þess banka eru að vinna fyrir ríkisstjórnina? „Það er eflaust hægt að setja alla hluti í vafasamt samhengi, en hér erum við að tala um mál sem er unnið fyrir opnum tjöldum í þinglegri meðferð þar sem fulltrúar allra flokka koma að málinu og gefa skriflegan rökstuðning fyrir sinni niðurstöðu,“ segir Bjarni. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vandamálið er að það er ekki er minnst á það í gögnum efnahags- og viðskiptanefndar hvernig fjárhæðin er fundin út. Í áliti meirihluta nefndarinnar þar sem breytingar á frumvarpinu eru rökstuddar segir: „Fyrir nefndinni var því sjónarmiði hreyft að sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki muni koma sérstaklega þungt niður á smærri fjármálafyrirtækjum...“„ Leggur meiri hlutinn þannig til þá breytingu á 1. mgr. 3. gr. frumvarpsins að aðeins þær heildarskuldir skattskyldra aðila sem eru umfram 50 milljarða kr. teljist til stofns sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki.“ Enginn rökstuðningur eða skýring fylgir um hvers vegna þetta eigi að vera 50 milljarðar króna eða hvernig sú fjárhæð er fundin út. Bjarni Benediktsson segir augljóst að fjárhæðin hafi orðið til í meðförum nefndarinnar. „Síðan geta menn gefið sér að sú fjárhæð er reiknuð upp af sérfræðingum fjármálaráðuneytisins með það í huga að skatturinn skili sér til ríkisins. Ég er ekki með forræði á málinu þegar þessar breytingar eru að eiga sér stað,“ segir Bjarni. Enginn hreyfði mótmælum Frosti Sigurjónsson, sem í síðustu viku sagðist ekki muna hvernig fjárhæðin hafi verið fundin út og vísaði á ráðuneytið, segist nú hafa farið yfir gögn málsins og séð að þetta hafi orðið til á fundi efnahags- og viðskiptanefndar 11. desember sl. eftir að þrír starfsmenn fjármálaráðuneytis hafi komið á fund nefndarinnar og reifað hugmyndir um fjárhæðir. Meirihluti nefndarinnar hafi síðan ákveðið að fjárhæð frískuldamarksins skyldi vera 50 milljarðar króna. Að minnsta kosti „gerði enginn athugasemd“ þegar fjárhæðin var sett fram, segir Frosti í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Sjá má viðtalið við Frosta í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að 50 milljarða króna frískuldamark bankaskatts hafi orðið til á fundi nefndarinnar í desember eftir samskipti við starfsmenn fjármálaráðuneytisins. Ákvæði um 50 milljarðar frískuldamarkið, sem þýðir efnislega það sama og skattleysismörk, kom inn í frumvarp um tekjuhlið fjárlaga í desember. Bankaskattturinn greiðist af heildarskuldum banka- og fjármálafyrirtækja í slitameðferð. Frískuldamarkið þýðir að ekki er greiddur skattur af fyrstu 50 milljörðunum sem viðkomandi banki skuldar. Bankaskattur sem MP banki greiðir lækkaði um 78 prósent við breytinguna á frumvarpinu. Það hefur vakið upp spurningar vegna tengsla bankans við ríkisstjórnina. Í umsögn sem bárust efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis var lagt til að setja frískuldamark í lögin þar sem bankaskatturinn var of íþyngjandi fyrir smærri fjármálafyrirtæki og sparisjóði. Enginn virðist hins vegar vita hvernig 50 milljarða króna fjárhæðin var fundin út. „Ég veit ekkert hvernig talan er fundin út, þessir 50 milljarðar króna. Þetta kemur semsagt frá ráðuneytinu,“ sagði í Frosti í fréttum okkar í síðustu viku. Alltaf á forræði nefndarinnar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir þetta ekki rétt. Hins vegar hafi starfsmenn ráðuneytisins gefið álit á hvaða áhrif einstakar útfærslur hefðu fyrir tekjur ríkissjóðs. „Á þessu stigi málsins er þingmálið á forræði nefndarinnar og það kom ekkert frumkvæði frá fjármálaráðuneytinu að einstökum fjárhæðum í þessu efni,“ segir Bjarni.Finnst þér ekki orka tvímælis að þessi skattur komi svona vel út fyrir einn banka, MP banka, á sama tíma og margir núverandi og fyrrverandi starfsmenn þess banka eru að vinna fyrir ríkisstjórnina? „Það er eflaust hægt að setja alla hluti í vafasamt samhengi, en hér erum við að tala um mál sem er unnið fyrir opnum tjöldum í þinglegri meðferð þar sem fulltrúar allra flokka koma að málinu og gefa skriflegan rökstuðning fyrir sinni niðurstöðu,“ segir Bjarni. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vandamálið er að það er ekki er minnst á það í gögnum efnahags- og viðskiptanefndar hvernig fjárhæðin er fundin út. Í áliti meirihluta nefndarinnar þar sem breytingar á frumvarpinu eru rökstuddar segir: „Fyrir nefndinni var því sjónarmiði hreyft að sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki muni koma sérstaklega þungt niður á smærri fjármálafyrirtækjum...“„ Leggur meiri hlutinn þannig til þá breytingu á 1. mgr. 3. gr. frumvarpsins að aðeins þær heildarskuldir skattskyldra aðila sem eru umfram 50 milljarða kr. teljist til stofns sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki.“ Enginn rökstuðningur eða skýring fylgir um hvers vegna þetta eigi að vera 50 milljarðar króna eða hvernig sú fjárhæð er fundin út. Bjarni Benediktsson segir augljóst að fjárhæðin hafi orðið til í meðförum nefndarinnar. „Síðan geta menn gefið sér að sú fjárhæð er reiknuð upp af sérfræðingum fjármálaráðuneytisins með það í huga að skatturinn skili sér til ríkisins. Ég er ekki með forræði á málinu þegar þessar breytingar eru að eiga sér stað,“ segir Bjarni. Enginn hreyfði mótmælum Frosti Sigurjónsson, sem í síðustu viku sagðist ekki muna hvernig fjárhæðin hafi verið fundin út og vísaði á ráðuneytið, segist nú hafa farið yfir gögn málsins og séð að þetta hafi orðið til á fundi efnahags- og viðskiptanefndar 11. desember sl. eftir að þrír starfsmenn fjármálaráðuneytis hafi komið á fund nefndarinnar og reifað hugmyndir um fjárhæðir. Meirihluti nefndarinnar hafi síðan ákveðið að fjárhæð frískuldamarksins skyldi vera 50 milljarðar króna. Að minnsta kosti „gerði enginn athugasemd“ þegar fjárhæðin var sett fram, segir Frosti í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Sjá má viðtalið við Frosta í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Neytendur eigi meira inni Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira