Lífið

Juanita Moore látin

Ugla Egilsdóttir skrifar
Juanita Moore.
Juanita Moore.
Leikkonan Juanita Moore lést á nýársdag, 99 ára gömul. Hún var fimmti svarti leikarinn sem var tilnefndur til Óskarsverðlauna.

Þegar hún var tilnefnd, árið 1959, hafði aðeins einn svartur leikari unnið Óskarsverðlaun. Það var Hattie McDaniel, sem fékk verðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni Gone With the Wind.

Tilnefninguna fékk Juanita fyrir myndina Imitation of Life, þar sem hún lék svarta vinkonu Lönu Turner, sem leikur leikkonu í myndinni.

Hún fékk ekki verðlaunin, og kvaðst of hafa fengið meira að gera í kvikmyndum áður en hún var tilnefnd. Hún lék einnig mikið í leikhúsum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.