Lífið

Von á Baggalúti Karlssyni í júní

UE skrifar
Tobba Marinósdóttir og Kalli í Baggalúti eiga von á barni.
Tobba Marinósdóttir og Kalli í Baggalúti eiga von á barni.
Karl Sigurðsson í Baggalúti setti mynd af jákvæðu þungunarprófi inn á Instagram í dag. Við myndina skrifaði hann: „Jájá, allskonar hresst að fara að gerast á nýja árinu.“

Fréttablaðið hafði samband við Tobbu Marinósdóttur, sem er kærasta Karls, og tilvonandi barnsmóðir. Hún sagði að von væri á barninu þann 24. júní.

Parið er komið með nokkrar hugmyndir að nöfnum. „Við erum alvarlega að skoða nöfnin Hlær, Mensalder, Hilaríus eða Skíði ef þetta er strákur,“ segir Tobba.

„Vinkona okkar skýrði dóttur sína Blævi í einhverju gríni, og svo var það bara samþykkt, þannig að Baggalútur Karlsson er líka mjög góð lending.“

Tobba segir að allt gangi mjög vel. „En það er ansi margt að læra. Mér skilst til dæmis að ég þurfi strax að fara að sækja um leikskóla til að barnið mitt eigi séns á að komast að.

Ég ætla að senda konfektkassa á alla leikskóla í kringum miðbæinn strax á morgun. Svo er líklega best að senda einhver gjafabréf á nærliggjandi dagmömmur líka.

Ég á líka eitthvað af jólagjöfum sem ég get notað til að kaupa mér góðvild. Kalli hefur neitað að fara í kjólfötum og syngja á þessum stöðum, svo ég stend í þessu ein,“ segir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.