Lífið

Kate Winslet hefur áhyggjur af Miley Cyrus

Kate Winslet
Kate Winslet AFP/Nordic Photos
Kate Winslet hefur áhyggjur af Miley Cyrus.

„Maður heyrir hryllingssögur og hugsar 'Guð, hver er að sjá um þessa krakka?'" segir Winslet í viðtali við Psychologies magazine. „Ég meina, maður hugsar um einhvern eins og Miley Cyrus, og ég sagði við dóttur mína um daginn 'Ég er svo nálægt því að segja það sem mér finnst um þessa stelpu.' Er enginn sem segir við hana, stoppaðu nú aðeins. Hvað vilt þú? Hver ert þú?'" segir Winslet jafnframt.

Winslet líkti ferli Cyrus við sinn eigin, og bætti við hún hefði verið heppin að líða alltaf ákaflega vel í eigin skinni.

Winslet, sem hóf feril sinn í sjónvarpi, varð fræg fyrir hlutverk sitt í Heavenly Creatures í leikstjórn Peters Jackson, árið 1992. Hún hefur allar götur síðan átt mikilli velgengni að fagna, og fékk fyrstu tilnefningu sína til Óskarsverðlauna árið 1995 fyrir hlutverk sitt í Sense and Sensibility.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.