Lífið

Lena Dunham saknar auðveldari tíma

Lena Dunham
Lena Dunham AFP/NordicPhotos
Lenu Dunham finnst ekki gaman að tísta.

„Ég sakna dálítið auðveldari tíma - það var reyndar áður en ég hóf minn feril - en hugmyndin um að búa eitthvað til, gefa út bók eða bíómynd, og leggjast svo í dvala finnst mér svo heillandi. Það er ekki hægt lengur, vegna þess að fólk er alltaf að blogga og tísta,“ segir Lena í viðtali við Salon.

Þrátt fyrir að vera ekki aðdáandi Twitter hefur Lena Dunham tístað hvorki meira né minna en yfir 7,000 sinnum. Hún hefur einnig verið dugleg á öðrum samfélagsmiðlum, til að mynda hefur hún sett yfir 1000 ljósmyndir inn á Instagram.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.