Lífið

Auglýst til ættleiðingar í dagblaði

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir, fatahönnuður og eigandi merkisins GuSt prýðir forsíðu tímaritsins MAN sem kemur í verslanir í dag.

Guðrún ætlaði sér alltaf að verða fatahönnuður og yfirgaf heimabæ sinn Ísafjörð með barn undir belti og flutti suður.

Guðrún hefur rekið verslun, GuSt með eigin hönnun undanfarin tíu ár.

Hún segir ótrúlega sögu sína í nýjasta tölublaði MAN sem kemur í verslanir í dag, en saga hennar hefst á því að hún er auglýst til ættleiðingar í dagblaði áður en hún lítur framan í þennan heim.

„Móðir mín, Anna Jónasdóttir, hafði verið gift áður en hún kynntist pabba mínum, Sveinbirni Veturliðasyni, og átti tvo eldri syni. Tengdadóttir hennar vissi að hún og faðir minn þráðu barn en það hafði ekki gengið sem skyldi. Hún lét þau því vita þegar hún sá barn auglýst í blaði,“ segir Guðrún sem vissi ekki af ættleiðingunni fyrr en hún var orðin tólf ára og segir heiminn þá hafa hrunið. Guðrún ólst upp á Ísafirði þar sem flestir í bænum vissu þó að hún var ættleidd.

„Það er í raun ótrúlegt að þessu hafi aldrei verið slengt í andlitið á mér í því litla samfélagi sem Ísafjörður er.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.