Trúlofaðist eftir tveggja mánaða samband Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. janúar 2014 13:30 Mynd/Ólafur Harðarson „Ég var beðin um að leika í Áramótaskaupinu núna í atriði þar sem var verið að gera grín að Óla Geir. Ég gerði líka létt grín að sjálfri mér í leiðinni. Leikstjóranum leist svo vel á mig að ég var beðin um að leika í fleiri atriðum og allt í allt urðu þau fimm. Í einu atriðinu sést bara í lappirnar mínar þannig að þau voru misstór hlutverkin,“ segir hárgreiðslukonan Arna Bára Karlsdóttir en hún lék líka í Áramótaskaupinu í fyrra. Nafnið hennar gleymist þó í lista yfir leikara sem birtist í lok Skaupsins. „Mitt nafn gleymdist. Auðvitað leitaði ég að nafninu mínu í listanum en það þýðir ekkert að vera sár yfir þessu. Það var gaman að taka þátt og ég vona að ég fái tækifæri til þess aftur.“Með Steinda í tökum á Áramótaskaupinu.Árið var mjög viðburðaríkt hjá Örnu. „Þetta var geggjað ár. Ég var mikið í útlöndum og byrjaði strax í janúar á að fara til Boston, Los Angeles og Washington. Í maí fór ég síðan til New York, Philadelphiu, New Jersey og Miami. Í janúar fór ég í myndatöku hjá Playboy. Playboy borgaði allt nema flugið til New York þannig að ég var með söfnun svo ég kæmist út. Mér var gefinn svo mikill peningur þannig að mamma mín og systir gátu komið með mér út. Ég og systir mín erum báðar með börn á sama aldri þannig að við náðum að eyða fimm dögum saman í Boston að leika okkur og versla,“ segir Arna en það var eftirminnileg lífsreynsla að fara í myndatöku hjá Playboy.Arna stefnir hátt.Mynd/Ólafur Harðarson„Ég gisti á hóteli í Beverly Hills í risa svítu. Ég mátti panta allt sem ég vildi í boði Playboy þannig að ég tók nett Home Alone-atriði þar sem ég missti mig aðeins. Ég fór líka í Playboy Mansion og á alls konar fundi. Það var mjög sérstakt að vera í Bandaríkjunum því þar hlaupa allir eftir Playboy-módelum og er litið á þetta sem klassískt og fágað. Hér heima er litið á stelpur sem sitja fyrir í Playboy sem mellur. Þetta eru mjög mismunandi samfélög.“Kann að pósa.Mynd/Ólafur HarðarsonMyndatakan kom Örnu svo sannarlega á framfæri. „Playboy póstaði myndaseríu af mér á Facebook-síðu sinni og mynd af mér kom fyrir í smáforriti á þeirra vegum. Myndirnar mínar eiga eftir að birtast á heimasíðunni þeirra en þær verða líklega birtar þar 6. janúar. Þessi myndataka varð til þess að Playboy í fullt af löndum sýndi mér áhuga,“ segir Arna en eitt af áramótaheitunum hennar er einmitt að komast í Playboy-tímarit í einu landi. Ástin blómstraði einnig hjá þessari atorkumiklu konu á árinu 2013.Arna er með stóra drauma.Mynd/Ólafur Harðarson„Ég kynntist stráknum sem ég er með núna í júlí og við vorum búin að vera saman í tvo mánuði þegar hann bað mín. Við byrjuðum líka að búa en við stefnum á brúðkaup á næstu tveimur árum. Hann langar í stórt brúðkaup en ég væri til í að stinga bara af til Las Vegas.“ Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
„Ég var beðin um að leika í Áramótaskaupinu núna í atriði þar sem var verið að gera grín að Óla Geir. Ég gerði líka létt grín að sjálfri mér í leiðinni. Leikstjóranum leist svo vel á mig að ég var beðin um að leika í fleiri atriðum og allt í allt urðu þau fimm. Í einu atriðinu sést bara í lappirnar mínar þannig að þau voru misstór hlutverkin,“ segir hárgreiðslukonan Arna Bára Karlsdóttir en hún lék líka í Áramótaskaupinu í fyrra. Nafnið hennar gleymist þó í lista yfir leikara sem birtist í lok Skaupsins. „Mitt nafn gleymdist. Auðvitað leitaði ég að nafninu mínu í listanum en það þýðir ekkert að vera sár yfir þessu. Það var gaman að taka þátt og ég vona að ég fái tækifæri til þess aftur.“Með Steinda í tökum á Áramótaskaupinu.Árið var mjög viðburðaríkt hjá Örnu. „Þetta var geggjað ár. Ég var mikið í útlöndum og byrjaði strax í janúar á að fara til Boston, Los Angeles og Washington. Í maí fór ég síðan til New York, Philadelphiu, New Jersey og Miami. Í janúar fór ég í myndatöku hjá Playboy. Playboy borgaði allt nema flugið til New York þannig að ég var með söfnun svo ég kæmist út. Mér var gefinn svo mikill peningur þannig að mamma mín og systir gátu komið með mér út. Ég og systir mín erum báðar með börn á sama aldri þannig að við náðum að eyða fimm dögum saman í Boston að leika okkur og versla,“ segir Arna en það var eftirminnileg lífsreynsla að fara í myndatöku hjá Playboy.Arna stefnir hátt.Mynd/Ólafur Harðarson„Ég gisti á hóteli í Beverly Hills í risa svítu. Ég mátti panta allt sem ég vildi í boði Playboy þannig að ég tók nett Home Alone-atriði þar sem ég missti mig aðeins. Ég fór líka í Playboy Mansion og á alls konar fundi. Það var mjög sérstakt að vera í Bandaríkjunum því þar hlaupa allir eftir Playboy-módelum og er litið á þetta sem klassískt og fágað. Hér heima er litið á stelpur sem sitja fyrir í Playboy sem mellur. Þetta eru mjög mismunandi samfélög.“Kann að pósa.Mynd/Ólafur HarðarsonMyndatakan kom Örnu svo sannarlega á framfæri. „Playboy póstaði myndaseríu af mér á Facebook-síðu sinni og mynd af mér kom fyrir í smáforriti á þeirra vegum. Myndirnar mínar eiga eftir að birtast á heimasíðunni þeirra en þær verða líklega birtar þar 6. janúar. Þessi myndataka varð til þess að Playboy í fullt af löndum sýndi mér áhuga,“ segir Arna en eitt af áramótaheitunum hennar er einmitt að komast í Playboy-tímarit í einu landi. Ástin blómstraði einnig hjá þessari atorkumiklu konu á árinu 2013.Arna er með stóra drauma.Mynd/Ólafur Harðarson„Ég kynntist stráknum sem ég er með núna í júlí og við vorum búin að vera saman í tvo mánuði þegar hann bað mín. Við byrjuðum líka að búa en við stefnum á brúðkaup á næstu tveimur árum. Hann langar í stórt brúðkaup en ég væri til í að stinga bara af til Las Vegas.“
Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira