Trúlofaðist eftir tveggja mánaða samband Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. janúar 2014 13:30 Mynd/Ólafur Harðarson „Ég var beðin um að leika í Áramótaskaupinu núna í atriði þar sem var verið að gera grín að Óla Geir. Ég gerði líka létt grín að sjálfri mér í leiðinni. Leikstjóranum leist svo vel á mig að ég var beðin um að leika í fleiri atriðum og allt í allt urðu þau fimm. Í einu atriðinu sést bara í lappirnar mínar þannig að þau voru misstór hlutverkin,“ segir hárgreiðslukonan Arna Bára Karlsdóttir en hún lék líka í Áramótaskaupinu í fyrra. Nafnið hennar gleymist þó í lista yfir leikara sem birtist í lok Skaupsins. „Mitt nafn gleymdist. Auðvitað leitaði ég að nafninu mínu í listanum en það þýðir ekkert að vera sár yfir þessu. Það var gaman að taka þátt og ég vona að ég fái tækifæri til þess aftur.“Með Steinda í tökum á Áramótaskaupinu.Árið var mjög viðburðaríkt hjá Örnu. „Þetta var geggjað ár. Ég var mikið í útlöndum og byrjaði strax í janúar á að fara til Boston, Los Angeles og Washington. Í maí fór ég síðan til New York, Philadelphiu, New Jersey og Miami. Í janúar fór ég í myndatöku hjá Playboy. Playboy borgaði allt nema flugið til New York þannig að ég var með söfnun svo ég kæmist út. Mér var gefinn svo mikill peningur þannig að mamma mín og systir gátu komið með mér út. Ég og systir mín erum báðar með börn á sama aldri þannig að við náðum að eyða fimm dögum saman í Boston að leika okkur og versla,“ segir Arna en það var eftirminnileg lífsreynsla að fara í myndatöku hjá Playboy.Arna stefnir hátt.Mynd/Ólafur Harðarson„Ég gisti á hóteli í Beverly Hills í risa svítu. Ég mátti panta allt sem ég vildi í boði Playboy þannig að ég tók nett Home Alone-atriði þar sem ég missti mig aðeins. Ég fór líka í Playboy Mansion og á alls konar fundi. Það var mjög sérstakt að vera í Bandaríkjunum því þar hlaupa allir eftir Playboy-módelum og er litið á þetta sem klassískt og fágað. Hér heima er litið á stelpur sem sitja fyrir í Playboy sem mellur. Þetta eru mjög mismunandi samfélög.“Kann að pósa.Mynd/Ólafur HarðarsonMyndatakan kom Örnu svo sannarlega á framfæri. „Playboy póstaði myndaseríu af mér á Facebook-síðu sinni og mynd af mér kom fyrir í smáforriti á þeirra vegum. Myndirnar mínar eiga eftir að birtast á heimasíðunni þeirra en þær verða líklega birtar þar 6. janúar. Þessi myndataka varð til þess að Playboy í fullt af löndum sýndi mér áhuga,“ segir Arna en eitt af áramótaheitunum hennar er einmitt að komast í Playboy-tímarit í einu landi. Ástin blómstraði einnig hjá þessari atorkumiklu konu á árinu 2013.Arna er með stóra drauma.Mynd/Ólafur Harðarson„Ég kynntist stráknum sem ég er með núna í júlí og við vorum búin að vera saman í tvo mánuði þegar hann bað mín. Við byrjuðum líka að búa en við stefnum á brúðkaup á næstu tveimur árum. Hann langar í stórt brúðkaup en ég væri til í að stinga bara af til Las Vegas.“ Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
„Ég var beðin um að leika í Áramótaskaupinu núna í atriði þar sem var verið að gera grín að Óla Geir. Ég gerði líka létt grín að sjálfri mér í leiðinni. Leikstjóranum leist svo vel á mig að ég var beðin um að leika í fleiri atriðum og allt í allt urðu þau fimm. Í einu atriðinu sést bara í lappirnar mínar þannig að þau voru misstór hlutverkin,“ segir hárgreiðslukonan Arna Bára Karlsdóttir en hún lék líka í Áramótaskaupinu í fyrra. Nafnið hennar gleymist þó í lista yfir leikara sem birtist í lok Skaupsins. „Mitt nafn gleymdist. Auðvitað leitaði ég að nafninu mínu í listanum en það þýðir ekkert að vera sár yfir þessu. Það var gaman að taka þátt og ég vona að ég fái tækifæri til þess aftur.“Með Steinda í tökum á Áramótaskaupinu.Árið var mjög viðburðaríkt hjá Örnu. „Þetta var geggjað ár. Ég var mikið í útlöndum og byrjaði strax í janúar á að fara til Boston, Los Angeles og Washington. Í maí fór ég síðan til New York, Philadelphiu, New Jersey og Miami. Í janúar fór ég í myndatöku hjá Playboy. Playboy borgaði allt nema flugið til New York þannig að ég var með söfnun svo ég kæmist út. Mér var gefinn svo mikill peningur þannig að mamma mín og systir gátu komið með mér út. Ég og systir mín erum báðar með börn á sama aldri þannig að við náðum að eyða fimm dögum saman í Boston að leika okkur og versla,“ segir Arna en það var eftirminnileg lífsreynsla að fara í myndatöku hjá Playboy.Arna stefnir hátt.Mynd/Ólafur Harðarson„Ég gisti á hóteli í Beverly Hills í risa svítu. Ég mátti panta allt sem ég vildi í boði Playboy þannig að ég tók nett Home Alone-atriði þar sem ég missti mig aðeins. Ég fór líka í Playboy Mansion og á alls konar fundi. Það var mjög sérstakt að vera í Bandaríkjunum því þar hlaupa allir eftir Playboy-módelum og er litið á þetta sem klassískt og fágað. Hér heima er litið á stelpur sem sitja fyrir í Playboy sem mellur. Þetta eru mjög mismunandi samfélög.“Kann að pósa.Mynd/Ólafur HarðarsonMyndatakan kom Örnu svo sannarlega á framfæri. „Playboy póstaði myndaseríu af mér á Facebook-síðu sinni og mynd af mér kom fyrir í smáforriti á þeirra vegum. Myndirnar mínar eiga eftir að birtast á heimasíðunni þeirra en þær verða líklega birtar þar 6. janúar. Þessi myndataka varð til þess að Playboy í fullt af löndum sýndi mér áhuga,“ segir Arna en eitt af áramótaheitunum hennar er einmitt að komast í Playboy-tímarit í einu landi. Ástin blómstraði einnig hjá þessari atorkumiklu konu á árinu 2013.Arna er með stóra drauma.Mynd/Ólafur Harðarson„Ég kynntist stráknum sem ég er með núna í júlí og við vorum búin að vera saman í tvo mánuði þegar hann bað mín. Við byrjuðum líka að búa en við stefnum á brúðkaup á næstu tveimur árum. Hann langar í stórt brúðkaup en ég væri til í að stinga bara af til Las Vegas.“
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira