Lífið

"Ógeðslegt að vera með skapahár“

Í meðfylgjandi myndskeiði frá Huffington Post Live er rætt opinskátt um skapahár - og hinar fjölmörgu leiðir til þess að snyrta hárin - áhrif þess á líkamann og þar fram eftir götunum.

Hvenær byrjuðu konur að snyrta skapahárin?

Einn viðmælandi í myndbandinu segir þessa þróun hafa orðið með tilkomu kláms, og enn frekar með tilkomu vídjótækja, þegar fólk gat nálgast klám úr sófanum heima með fjarstýringu sem gerði þeim kleift að súma inn og út, spóla fram og tilbaka og ýta á pásu.

Af hverju erum við svona heltekin af því að snyrta þetta svæði og hverjar eru spurningarnar sem við skömmumst okkar fyrir að spyrja? Hvenær varð það „ógeðslegt“ að vera með skapahár?

Sjón er sögu ríkari.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.