Lífið

Deilir umdeildri mynd af syninum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Poppdrottningin Madonna setti mynd á Instagram á laugardaginn af þrettán ára syni sínum Rocco Ritchie haldandi á flösku af Bombay Sapphire-gini.

„Partíið er rétt að byrja!“ skrifaði söngkonan við myndina en hún er með tæplega milljón fylgjendur á Instagram.

Á myndinni sjást líka tveir vinir Roccos og halda þeir á flöskum af Belvedere-vodka. Þessi mynd birtist aðeins þremur dögum eftir að Rocco deildi myndum af sér og vini sínum með kampavínsglas.

Madonna eyddi áramótunum í Sviss með börnunum sínum fjórum og þar mega unglingar drekka áfengi frá sextán ára aldri.

Mæðgin í stuði.
Rocco og vinur hans með kampavín.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.